Norðmenn stela Laundromat-hugmynd Frikka 13. nóvember 2010 05:00 Áferðin og litasamsetningar á norska Laundromat-staðnum (fyrir neðan) eru greinilega undir miklum áhrifum frá Laundromat Café-stöðum Friðriks Weisshappel (efst) í Kaupmannahöfn. Íslenski kaffihúsamaðurinn getur hins vegar ekkert gert enda bara með einkaleyfi á Íslandi og í Evrópusambandinu. „Litasamsetningarnar og áferðin eru til að mynda eins og það er alveg augljóst hvaðan þeir fengu hugmyndina. Mér finnst samt undarlegast að þeir skyldu ekki finna norska heitið á þvottakaffihúsi og nefna það eftir því," segir Friðrik Weisshappel, eigandi tveggja Laundromat Café-staða í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengið óvænta samkeppni í kaffihúsabransanum því fyrir fimm mánuðum var opnað Café Laundromat á besta stað í Ósló. Miðað við heimasíðu norska staðarins, laundromat.no, er augljóst hvaðan fyrirmyndin er komin. Friðrik segist ekkert geta gert, hann sé nýbúinn að fá einkaleyfi fyrir þessari hugmynd á Evrópusambandssvæðinu og á Íslandi. „Þær reglur ná hins vegar ekki til Noregs enda Norðmenn ekki í ESB." Friðrik hefur þó reynt að taka þessu með jafnaðargeði, hefur meira að segja skrifað á Facebook-síðu norska staðarins og boðið þeim að stela frá sér öðrum hugmyndum. Fréttablaðið hafði samband við Café Laundromat í Ósló og fékk að tala við framkvæmdastjórann Kemal. Hann byrjaði á því að tilkynna blaðamanni hversu vel staðurinn hefði gengið en Café Laundromat hefur vakið mikla athygli á norskum vefsíðum. Þegar Kemal er spurður út í augljós líkindi kaffihússins hans og Laundromat Café í Kaupmannahöfn viðurkennir hann þau fúslega. „En eigandi þess kaffihúss á engan einkarétt á þessari hugmynd. Það eru líka til svona kaffihús í Bandaríkjunum þannig að þetta er ekkert sérstaklega frumlegt." Kemal verður hins vegar ákaflega fámáll þegar hann er spurður hvort ekki hefði verið heppilegra að nota norskt heiti yfir þvottakaffihús. „Sko, við fengum tækifæri til að fínpússa þessa hugmynd aðeins og gera hana nútímalegri og ég tel að okkur hafi tekist það." Kemal segir það hins vegar ekki á dagskránni að opna útibú á Íslandi, það er hins vegar í plönunum hjá Friðriki því eins og kom fram í Fréttatímanum ætlar Friðrik ásamt eigendum Vegamóta og Austurs að opna Laundramot Café í Jakobsen-húsinu við Austurstræti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
„Litasamsetningarnar og áferðin eru til að mynda eins og það er alveg augljóst hvaðan þeir fengu hugmyndina. Mér finnst samt undarlegast að þeir skyldu ekki finna norska heitið á þvottakaffihúsi og nefna það eftir því," segir Friðrik Weisshappel, eigandi tveggja Laundromat Café-staða í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengið óvænta samkeppni í kaffihúsabransanum því fyrir fimm mánuðum var opnað Café Laundromat á besta stað í Ósló. Miðað við heimasíðu norska staðarins, laundromat.no, er augljóst hvaðan fyrirmyndin er komin. Friðrik segist ekkert geta gert, hann sé nýbúinn að fá einkaleyfi fyrir þessari hugmynd á Evrópusambandssvæðinu og á Íslandi. „Þær reglur ná hins vegar ekki til Noregs enda Norðmenn ekki í ESB." Friðrik hefur þó reynt að taka þessu með jafnaðargeði, hefur meira að segja skrifað á Facebook-síðu norska staðarins og boðið þeim að stela frá sér öðrum hugmyndum. Fréttablaðið hafði samband við Café Laundromat í Ósló og fékk að tala við framkvæmdastjórann Kemal. Hann byrjaði á því að tilkynna blaðamanni hversu vel staðurinn hefði gengið en Café Laundromat hefur vakið mikla athygli á norskum vefsíðum. Þegar Kemal er spurður út í augljós líkindi kaffihússins hans og Laundromat Café í Kaupmannahöfn viðurkennir hann þau fúslega. „En eigandi þess kaffihúss á engan einkarétt á þessari hugmynd. Það eru líka til svona kaffihús í Bandaríkjunum þannig að þetta er ekkert sérstaklega frumlegt." Kemal verður hins vegar ákaflega fámáll þegar hann er spurður hvort ekki hefði verið heppilegra að nota norskt heiti yfir þvottakaffihús. „Sko, við fengum tækifæri til að fínpússa þessa hugmynd aðeins og gera hana nútímalegri og ég tel að okkur hafi tekist það." Kemal segir það hins vegar ekki á dagskránni að opna útibú á Íslandi, það er hins vegar í plönunum hjá Friðriki því eins og kom fram í Fréttatímanum ætlar Friðrik ásamt eigendum Vegamóta og Austurs að opna Laundramot Café í Jakobsen-húsinu við Austurstræti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira