Hrefna Rósa Sætran sjónvarpskokkur og veitingahúsaeigandi fagnaði í kvöld útgáfu bókarinnar Fiskmarkaðurinn sem bókaforlagið Salka gefur út.
Bókin hefur að geyma uppáhaldsrétti Hrefnu sem hún framreiðir á veitingahúsinu sínu sem ber einmitt sama nafn og bókin.
Eins og meðfylgjandi myndir sýna mætti fjöldi fólks til að fagna með Hrefnu sem bauð upp á girnilega sushi rétti og fjöldann allan af kokteilum.