Alvöru Ríkisútvarp Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. mars 2010 06:00 Víðar en á Íslandi er deilt um hvernig eigi að verja takmörkuðum peningum, sem skattgreiðendur leggja til reksturs ríkisútvarps. Þessa dagana blæs um móður alls almannaútvarps, BBC á Bretlandi, vegna tillagna stjórnar fyrirtækisins um róttækar breytingar á starfseminni. Sá munur er reyndar á deilunni um RÚV og BBC að hér á landi blasir við að skera verður verulega niður í rekstrinum, rétt eins og öðrum rekstri bæði hjá ríkinu og einkaaðilum. Í Bretlandi er fremur verið að færa til peninga og breyta áherzlum. Engu að síður geta stjórnvöld, sem skilgreina hlutverk Ríkisútvarpsins, og þeir sem ráða fyrir rekstri þess ýmislegt lært af breytingunum hjá BBC. Þar á bæ hafa menn ákveðið að horfast í augu við þá staðreynd að mörgu af því sem BBC gerir geta einkareknir fjölmiðlar sinnt álíka vel eða betur. Þannig hyggst BBC fækka vefsíðum sínum um helming, draga úr þjónustu á sviði dægurmenningar og minnka stórlega kaup á amerísku afþreyingarefni fyrir sjónvarp. Mark Thompson, forstjóri BBC, segir einfaldlega að áhugafólk um popptónlist og táningamenningu eigi frekar að snúa sér til Channel 4 og einkarekinna útvarpsstöðva. BBC hyggst hins vegar sinna „færri verkefnum betur". Þar á að efla fréttaumfjöllunina og setja meiri peninga í innlenda dagskrárgerð, fræðslu-, tónlistar- og menningarefni, barnaefni og viðburði sem efla samstöðu þjóðarinnar. Hér á landi hefur það lengi verið vandi Ríkissjónvarpsins að í viðleitni sinni til að ná í auglýsingapeninga hefur það orðið æ líkara einkareknu stöðvunum sem það keppir við. Sama má að mörgu leyti segja um Rás 2; dægurtónlist og -umfjöllun er ágætlega sinnt á vegum einkaframtaksins. Þessi þróun hefur ekki orðið til að styrkja Ríkisútvarpið. Til lengri tíma litið gerir hún þvert á móti torveldara að réttlæta tilveru þess og þær háu fjárhæðir, sem reksturinn kostar skattgreiðendur. Nú er tækifærið til að taka rekstur RÚV í gegn með það fyrir augum að það einbeiti sér að því að sinna almannaþjónustuhlutverkinu, fylli í götin sem einkastöðvar á samkeppnismarkaði skilja eftir. Ekki er víst að það takist að gera RÚV óháð auglýsingapeningum en full ástæða er til að afmarka betur hlutverk fyrirtækisins á auglýsingamarkaðnum. Endurskoðun af þessu tagi getur jafnvel stuðlað að aukinni pólitískri sátt um RÚV. Sumir vilja ekkert ríkisrekið útvarp, aðrir telja það gegna mikilvægri þjónustu við almenning. Málamiðlunin gæti orðið umsvifaminna Ríkisútvarp, sem sinnti engu að síður betur almannaþjónustunni. Það væri alvöru Ríkisútvarp, ekki fyrirtæki sem grefur stöðugt undan eigin tilverurétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Víðar en á Íslandi er deilt um hvernig eigi að verja takmörkuðum peningum, sem skattgreiðendur leggja til reksturs ríkisútvarps. Þessa dagana blæs um móður alls almannaútvarps, BBC á Bretlandi, vegna tillagna stjórnar fyrirtækisins um róttækar breytingar á starfseminni. Sá munur er reyndar á deilunni um RÚV og BBC að hér á landi blasir við að skera verður verulega niður í rekstrinum, rétt eins og öðrum rekstri bæði hjá ríkinu og einkaaðilum. Í Bretlandi er fremur verið að færa til peninga og breyta áherzlum. Engu að síður geta stjórnvöld, sem skilgreina hlutverk Ríkisútvarpsins, og þeir sem ráða fyrir rekstri þess ýmislegt lært af breytingunum hjá BBC. Þar á bæ hafa menn ákveðið að horfast í augu við þá staðreynd að mörgu af því sem BBC gerir geta einkareknir fjölmiðlar sinnt álíka vel eða betur. Þannig hyggst BBC fækka vefsíðum sínum um helming, draga úr þjónustu á sviði dægurmenningar og minnka stórlega kaup á amerísku afþreyingarefni fyrir sjónvarp. Mark Thompson, forstjóri BBC, segir einfaldlega að áhugafólk um popptónlist og táningamenningu eigi frekar að snúa sér til Channel 4 og einkarekinna útvarpsstöðva. BBC hyggst hins vegar sinna „færri verkefnum betur". Þar á að efla fréttaumfjöllunina og setja meiri peninga í innlenda dagskrárgerð, fræðslu-, tónlistar- og menningarefni, barnaefni og viðburði sem efla samstöðu þjóðarinnar. Hér á landi hefur það lengi verið vandi Ríkissjónvarpsins að í viðleitni sinni til að ná í auglýsingapeninga hefur það orðið æ líkara einkareknu stöðvunum sem það keppir við. Sama má að mörgu leyti segja um Rás 2; dægurtónlist og -umfjöllun er ágætlega sinnt á vegum einkaframtaksins. Þessi þróun hefur ekki orðið til að styrkja Ríkisútvarpið. Til lengri tíma litið gerir hún þvert á móti torveldara að réttlæta tilveru þess og þær háu fjárhæðir, sem reksturinn kostar skattgreiðendur. Nú er tækifærið til að taka rekstur RÚV í gegn með það fyrir augum að það einbeiti sér að því að sinna almannaþjónustuhlutverkinu, fylli í götin sem einkastöðvar á samkeppnismarkaði skilja eftir. Ekki er víst að það takist að gera RÚV óháð auglýsingapeningum en full ástæða er til að afmarka betur hlutverk fyrirtækisins á auglýsingamarkaðnum. Endurskoðun af þessu tagi getur jafnvel stuðlað að aukinni pólitískri sátt um RÚV. Sumir vilja ekkert ríkisrekið útvarp, aðrir telja það gegna mikilvægri þjónustu við almenning. Málamiðlunin gæti orðið umsvifaminna Ríkisútvarp, sem sinnti engu að síður betur almannaþjónustunni. Það væri alvöru Ríkisútvarp, ekki fyrirtæki sem grefur stöðugt undan eigin tilverurétti.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun