Lífið

Loksins skilin

Patricia Arquette. MYND/Cover Media
Patricia Arquette. MYND/Cover Media

Leikkonan Patricia Arquette, 42 ára, varð ástafangin af Thomas Jane, 41 árs, árið 2001 á Ítalíu og giftist honum fimm árum síðar.

Saman eiga þau sjö ára dóttur, Harlow Olivia Calliope. Í sambandinu hefur gengið á ýmsu. Í janúar árið 2001 sótti Patricia um skilnað vegna óásættanlegs ágreinings en síðan ákváðu þau að vinna sig út úr vandanum og hún hætti við að skilja.

Nú hefur fjölmiðlafulltrúi hennar staðfest að þau eru skilin.

Patricia giftist leikaranum Nicolas Cage árið 1995 en þau skildu fimm árum síðar. Skilnaðarskjöl Patriciu og Nicolas sýna að þau voru aðeins gift í níu mánuði en þau hafa kosið að tjá sig ekki um það í fjölmiðlum.

Við spáðum í morgun á síðunni okkar á Facebook fyrir heppnum lesendum Lífsins. Vertu með næst ef þér líður þannig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.