Framtíð eða fortíð? Ólafur Stephensen skrifar 13. september 2010 09:45 Skýrsla þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er um margt merkilegt plagg. Í upphafi hennar er að finna vitnisburð um að stjórnmálamenn á Íslandi vilji taka höndum saman um að læra af mistökunum, sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og drógu svo rækilega fram hina mörgu veikleika íslenzkra stjórnmála og stjórnsýslu. Þannig vilja nefndarmenn að gagnrýni á íslenzka stjórnmálamenningu verði tekin alvarlega og dreginn af henni lærdómur. Þeir telja rannsóknarskýrsluna áfellisdóm yfir stjórnmálamönnum og stjórnsýslu og vilja að „allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið". Það dregur þó óneitanlega úr vægi þessara yfirlýsinga að nefndin féll í gamalkunnuga gryfju flokkshagsmunagæzlu þegar kom að spurningunni um það hvort ákæra ætti einhverja fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdómi. Þar mistókst að ná sameiginlegri, sannfærandi niðurstöðu. Á sama veg fór er nefndin ræddi hvort efna ætti til frekari rannsóknar á því hvernig staðið var að einkavæðingu ríkisbankanna. Þar tókst fulltrúum flokkanna, sem stóðu að einkavæðingunni, að koma í veg fyrir að nefndin legði slíka rannsókn til. Alþingi þarf á næstunni að taka afstöðu til þess hvort fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir fyrir Landsdómi, eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. Það er mikið vafamál að það sé rétta leiðin til að gera upp hrunið. Í fyrsta lagi hefur verið bent á að lögin um Landsdóm séu úrelt og taki ekki mið af þróun réttarfars. Ákveðin þversögn virðist fólgin í því að þingmannanefndin í heild leggur til að lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm verði endurskoðuð, en samt vill meirihluti hennar ákæra samkvæmt þeim. Í öðru lagi benda menn á að það sé í meira lagi hæpið að það komi í hlut stjórnmálamanna að rannsaka mál og ákæra í þeim. Það sé þá nær að ákæra ráðherra fyrir hefðbundnum dómstólum, að lokinni venjulegri sakamálarannsókn, séu þeir grunaðir um refsivert athæfi. Í þriðja lagi hlýtur að vera hæpið að ákæra þrjá eða fjóra ráðherra þegar það liggur fyrir að það var meira og minna allt stjórnkerfið sem var rotið - og búið að vera það lengi. Því miður er hætt við að mest púður fari á Alþingi í rifrildi um Landsdómsmálið og þá falli í skuggann margar góðar og brýnar tillögur, sem þingmannanefndin varð sammála um. Þar á meðal er að taka í gegn bæði pólitíkina og stjórnsýsluna með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar, gera rannsóknir á lífeyrissjóðum, sparisjóðum, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og breyta margvíslegum lögum og reglum. Tilgangurinn er sá að styrkja íslenzk stjórnmál og stjórnsýslu og koma þeim upp á það plan sem tíðkast í löndunum sem við viljum helzt bera okkur saman við. Að þessu leyti horfir þingmannanefndin í skýrslu sinni til framtíðar og vill leggja nýjan grundvöll sem tryggi að mistökin sem urðu í aðdraganda hrunsins endurtaki sig ekki. Sú viðleitni má ekki týnast í karpi um fortíðina og þrá eftir að klekkja á þeim sem sátu í valdastólum þegar hrunið dundi yfir. Ísland þarf miklu fremur á framtíðarsýn að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Skýrsla þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er um margt merkilegt plagg. Í upphafi hennar er að finna vitnisburð um að stjórnmálamenn á Íslandi vilji taka höndum saman um að læra af mistökunum, sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og drógu svo rækilega fram hina mörgu veikleika íslenzkra stjórnmála og stjórnsýslu. Þannig vilja nefndarmenn að gagnrýni á íslenzka stjórnmálamenningu verði tekin alvarlega og dreginn af henni lærdómur. Þeir telja rannsóknarskýrsluna áfellisdóm yfir stjórnmálamönnum og stjórnsýslu og vilja að „allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið". Það dregur þó óneitanlega úr vægi þessara yfirlýsinga að nefndin féll í gamalkunnuga gryfju flokkshagsmunagæzlu þegar kom að spurningunni um það hvort ákæra ætti einhverja fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdómi. Þar mistókst að ná sameiginlegri, sannfærandi niðurstöðu. Á sama veg fór er nefndin ræddi hvort efna ætti til frekari rannsóknar á því hvernig staðið var að einkavæðingu ríkisbankanna. Þar tókst fulltrúum flokkanna, sem stóðu að einkavæðingunni, að koma í veg fyrir að nefndin legði slíka rannsókn til. Alþingi þarf á næstunni að taka afstöðu til þess hvort fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir fyrir Landsdómi, eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. Það er mikið vafamál að það sé rétta leiðin til að gera upp hrunið. Í fyrsta lagi hefur verið bent á að lögin um Landsdóm séu úrelt og taki ekki mið af þróun réttarfars. Ákveðin þversögn virðist fólgin í því að þingmannanefndin í heild leggur til að lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm verði endurskoðuð, en samt vill meirihluti hennar ákæra samkvæmt þeim. Í öðru lagi benda menn á að það sé í meira lagi hæpið að það komi í hlut stjórnmálamanna að rannsaka mál og ákæra í þeim. Það sé þá nær að ákæra ráðherra fyrir hefðbundnum dómstólum, að lokinni venjulegri sakamálarannsókn, séu þeir grunaðir um refsivert athæfi. Í þriðja lagi hlýtur að vera hæpið að ákæra þrjá eða fjóra ráðherra þegar það liggur fyrir að það var meira og minna allt stjórnkerfið sem var rotið - og búið að vera það lengi. Því miður er hætt við að mest púður fari á Alþingi í rifrildi um Landsdómsmálið og þá falli í skuggann margar góðar og brýnar tillögur, sem þingmannanefndin varð sammála um. Þar á meðal er að taka í gegn bæði pólitíkina og stjórnsýsluna með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar, gera rannsóknir á lífeyrissjóðum, sparisjóðum, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og breyta margvíslegum lögum og reglum. Tilgangurinn er sá að styrkja íslenzk stjórnmál og stjórnsýslu og koma þeim upp á það plan sem tíðkast í löndunum sem við viljum helzt bera okkur saman við. Að þessu leyti horfir þingmannanefndin í skýrslu sinni til framtíðar og vill leggja nýjan grundvöll sem tryggi að mistökin sem urðu í aðdraganda hrunsins endurtaki sig ekki. Sú viðleitni má ekki týnast í karpi um fortíðina og þrá eftir að klekkja á þeim sem sátu í valdastólum þegar hrunið dundi yfir. Ísland þarf miklu fremur á framtíðarsýn að halda.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun