Nico Rosberg hefur borið sig vel og staðið sig vel eftir að Michael Schumacher gekk til liðs við Mercedes liðið. Mikil athygli hefur fylgt endurkomu hans og viss pressa myndast á Rosberg að standa sig, en hann hefur staðið sig með prýði.
Einhverjir hafa spá í það hvort það henti akstursstíl Schumacher illa að
búið að mjókka framdekkin, en Nick Fry hjá Mercedes er ekkert á því.
"Ég sé engan mun á vinnu Rosberg og Schumacher. Þeir vita báðir hvað þeir
vilja varðandi að bæta getu bílsins og eru vissir í sinni sök. Ég hef ekki
heyrt að Schumacher hafi nein sérstök vandamál hvað bílinn varðar. Þeir
eru báðir með vinnulista með sínum tæknimönnum. Ég hef verið mjög hrifin
af hugarfari Rosberg frá því að tilkynnt var um komu Schumachers", sagði
Nick Fry hjá Mercedes.
"Ég held að það hafi aldrei verið honum ofviða á neitt hátt. Hann hefur
bara unnið sitt verk og sannað að hann er fljótur ökumaður. Ross er búinn
að sjá að það eru þættir sem Rosberg getur bætt, ekki bara hvað varðar
bílinn heldur hann sjálfan og hann mun halda áfram að bæta sig. Ég tel við
séum með mannskapinn og búnaðinn til að gera góða hluti á þessu langa
keppnistímabili", sagði Brawn.