Lífið

Óskar frændi skýtur sig í fótinn

Kynnar Anne Hathaway og James Franco verða kynnar á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Tími miðaldra stjarna í þessu hlutverki er því liðinn í bili.
Kynnar Anne Hathaway og James Franco verða kynnar á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Tími miðaldra stjarna í þessu hlutverki er því liðinn í bili.

Anne Hathaway og James Franco verða kynnar á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Þetta kom fram í tilkynningu frá framleiðendum hátíðarinnar, þeim Bruce Cohen og Don Mischer.

Flestir tóku fréttunum fagnandi enda hefur það verið hefð að miðaldra stjörnur á borð við Hugh Jackman, Steve Martin, Alec Baldwin og David Letterman haldi uppi stuðinu. Nú á hins vegar að reyna að yngja Óskarinn upp með yngri kynnum og vonast framleiðendurnir til þess að unga kynslóðin í Ameríku kynnist þessum merkilegu og frægu kvikmyndaverðlaunum sem hún hefur hingað til hundsað nánast algerlega.

En Óskarsakademían gæti verið í eilitlum vandræðum. Anne Hathaway þykir sýna fína takta í kvikmyndinni Love and other Drugs þar sem hún leikur á móti Jake Gyllenhaal og sumir gagnrýnendur hafa jafnvel gengið svo langt að orða hana við Óskarinn. Valið á James Franco þykir hins vegar enn merkilegra þar sem hann hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í Danny Boyle-myndinni 127 Hours en þar leikur hann fjallgöngumann sem sker af sér handlegginn undir ljúfum tónum Sigur Rósar.

Hathaway og Franco hafa bæði stýrt Saturday Night Live og leikkonan átt mjög eftirminnilegt atriði á Óskarnum fyrir tveimur árum þegar hún söng með Hugh Jackman. Þau hafa einnig kynnt sigurvegarana á Óskarnum en hvorugt hefur stýrt jafnstórri athöfn áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.