Lífið

Barton reynir að bjarga sér

Reynir að bjarga sér Mischa Barton hyggst snúa aftur í sviðsljósið sem fatahönnuður.
Reynir að bjarga sér Mischa Barton hyggst snúa aftur í sviðsljósið sem fatahönnuður.

Sjónvarpsstjarnan Mischa Barton var skærasta stjarna Hollywood-borgar þegar sjónvarpsþættirnir The O.C. voru sýndir úti um allan heim. Svo var framleiðslu þeirra hætt og Barton hefur aldrei almennilega fundið sig nema kannski á knæpum og í örmum vafasamra náunga. Raunar gekk sápuóperan svo langt að Mischa var vistuð á geðdeild til skamms tíma.

En nú hyggst þessi bandaríska táningsstjarna hins vegar snúa aftur í sviðsljósið, ekki sem leikkona heldur fatahönnuður. Hana langar til að hanna ódýr föt fyrir konur á aldrinum 20 til 30 ára en þess má geta The O.C. var jafnmikil tískusýning og Gossip Girl er í dag.

„Fatalínan mín á að vera fyrir konur á þessum aldri sem langar að vera tískulegar í útliti en hafa kannski ekki efni á að borga himinháar upphæðir fyrir fötin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.