Konungur kjánahrollsins 2. desember 2010 11:30 Snillingur? Leslie Nielsen fengi seint Óskarinn fyrir leik sinn sem Frank Drebin í Naked Gun-myndunum en honum tókst að fá fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. Nordic Photo/Getty Images Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira