Viðskipti innlent

Ritstjóri FT: Bretar farnir að skammast sín

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Bretar eru farnir að skammast sín fyrir að ríkisstjórn þeirra hafi neytt íslenska ríkið til að taka á sig of miklar skuldbindingar í Icesavemálinu. Þetta er mat eins af ritstjórum breska blaðsins The Financial Times.

Undanfarnar vikur hafa birst margar greinar í The Financial Times þar sem málstaður Íslendinga í Icesave deilunni hefur fengið meiri gaum en áður. Martin Wolf, einn af ritstjórum blaðsins, hefur skrifað nokkrar þeirra en hann telur að umræðan hafi breyst að undanförnu og snúist Íslendingum í hag.

Wolf segir að lítið hafi farið fyrir kynningu íslenskra stjórnvalda á málstað Íslendinga í málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×