Æsispennandi lokaumferð í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla er lokið og nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni.
ÍR tryggði sér áttunda sætið með mögnuðum sigri á Grindavík og fá að mæta meisturum KR í fyrstu umferð.
Úrslitakeppnin hefst næsta fimmtudag og rimmurnar líta svona út:
KR - ÍR
Keflavík - Tindastóll
Grindavík - Snæfell
Stjarnan - Njarðvík