Lífið

Sjöunda barn Kevin Costner á leiðinni

Kevin Costner og Christine Baumgartner
Kevin Costner og Christine Baumgartner
Leikarinn Kevin Costner og eiginkona hans Christine Baumgartner eiga von á sínu þriðja barni í júní. Fyrir á Costner, sem er 55 ára, fjögur börn úr fyrri samböndum.

Tuttugu ára aldursmunur er á Costner og Baumgartner en þau kynntust fyrir ellefu árum. Hún er þýsk og menntuð í hönnun. Saman eiga þau tvo syni - Cayden sem er tveggja ára og hinn 13 mánaða Hayes.

Costner eignaðist þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni Cindy Silva sem eru á aldrinum 22 til 25 ára. Þá á hann 13 ára gamlan son með Bridget Rooney en þau bjuggu saman í skamman tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.