Umfjöllun: Jarvis skaut ÍR í úrslitakeppnina Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. mars 2010 22:22 Robert Jarvis á ferðinni í kvöld. Mynd/Anton Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni. Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum