Bíó og sjónvarp

Airbender í þrívídd

M. Night Shyamalan frumsýnir The Last Airbender í júlí.
M. Night Shyamalan frumsýnir The Last Airbender í júlí.

Ákveðið hefur verið að breyta nýjustu kvikmynd M. Night Shyamalan, The Last Airbender, í þrívíddarmynd. Tæknilið vinnur nú hörðum höndum við að breyta myndinni fyrir frumsýningu hennar 2. júlí. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því nánast önnur hver mynd í Hollywood er gefin út í þrívídd eftir velgengni Avatar.

Brellumeistararnir Haukur Karlsson og Jóhannes Sverrisson störfuðu við myndina þegar hluti hennar var tekinn upp á Grænlandi í fyrra. Hún er byggð á vinsælum teiknimyndum í japönskum manga-stíl og verður athyglisvert að sjá hver útkoman verður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.