Anita Briem í hryðjuverkamynd 4. október 2010 06:00 Anita Briem mun leika á móti Shirley Knight í nýrri spennumynd. Knight þessi hefur verið tilnefnd tvívegis til Óskarsverðlauna, sjö sinnum til Emmy-verðlauna og þrívegis til Golden Globe. Íslenska leikkonan Anita Briem mun leika stórt hlutverk í kvikmyndinni Elevator eða Lyftunni. Myndin segir frá níu einstaklingum sem lokast inni í lyftu og vita að einn þeirra er með sprengju. Myndin er byggð á handriti eftir Marc Rosenberg og skartar meðal annars hinni margverðlaunuð leikkonu Shirley Knight. Þó yngri kynslóðin kannist ef til vill ekki við hana þá hefur Knight tvívegis verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, annars vegar fyrir kvikmyndina Top of the Stairs frá árinu 1962 og Sweet Bird of Youth sem var gerð tveimur árum seinna og skartaði Paul Newman í aðalhlutverki. Shirley hefur jafnframt verið sjö sinnum tilnefnd til Emmy-verðlauna, meðal annars fyrir leik sinn í Aðþrengdum eiginkonum árið 2006. Hún hlaut þau hins vegar fyrir leik í NYPD Blue og Thirtysomething, þáttaraðir sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þá hefur Knight verið tilnefnd í þrígang til Golden Globe-verðlaunanna og vann þau árið 1996 fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndinni Indictment: The McMartin Trial. Greint er frá framleiðslu myndarinnar á vefnum Broadway World. Þar má sjá aðra leikara myndarinnar sem flestir hafa getið sér gott orð fyrir sviðs- og sjónvarpsleik og jafnan brugðið fyrir í stórmyndum sem aukaleikarar. Nægir þar að nefna Waleed Zuaiter sem lék meðal annars í Sex and the City 2 og The Men Who Stare at Goats og John Getz en hann má meðal annars finna í kvikmyndinni The Social Network, myndinni um Facebook.- fgg Golden Globes Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Íslenska leikkonan Anita Briem mun leika stórt hlutverk í kvikmyndinni Elevator eða Lyftunni. Myndin segir frá níu einstaklingum sem lokast inni í lyftu og vita að einn þeirra er með sprengju. Myndin er byggð á handriti eftir Marc Rosenberg og skartar meðal annars hinni margverðlaunuð leikkonu Shirley Knight. Þó yngri kynslóðin kannist ef til vill ekki við hana þá hefur Knight tvívegis verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, annars vegar fyrir kvikmyndina Top of the Stairs frá árinu 1962 og Sweet Bird of Youth sem var gerð tveimur árum seinna og skartaði Paul Newman í aðalhlutverki. Shirley hefur jafnframt verið sjö sinnum tilnefnd til Emmy-verðlauna, meðal annars fyrir leik sinn í Aðþrengdum eiginkonum árið 2006. Hún hlaut þau hins vegar fyrir leik í NYPD Blue og Thirtysomething, þáttaraðir sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þá hefur Knight verið tilnefnd í þrígang til Golden Globe-verðlaunanna og vann þau árið 1996 fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndinni Indictment: The McMartin Trial. Greint er frá framleiðslu myndarinnar á vefnum Broadway World. Þar má sjá aðra leikara myndarinnar sem flestir hafa getið sér gott orð fyrir sviðs- og sjónvarpsleik og jafnan brugðið fyrir í stórmyndum sem aukaleikarar. Nægir þar að nefna Waleed Zuaiter sem lék meðal annars í Sex and the City 2 og The Men Who Stare at Goats og John Getz en hann má meðal annars finna í kvikmyndinni The Social Network, myndinni um Facebook.- fgg
Golden Globes Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira