Hrafn Kristjánsson: Svona spáðum við þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2010 16:30 Hrafn Kristjánsson. Mynd/Daníel Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni. „Það eru búnar að vera gríðarlega miklar breytingar kvennamegin og fannst það alveg vera kýrskýrt hverjar myndu verða efstar þeim megin. Það hefur verið ágætisgangur á karlaliðinu og við gerum tilkall til efsta sætisins eins og tvö til þrjú önnur lið. Svona spáðum við þessu þannig að það þýðir ekkert að láta þetta ná til sín," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla og kvennaliðs KR en Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitli í kvennadeildinni. Karlalið KR spilaði kanalaust á undirbúningstímabilinu en bandarískur leikmaður var nýlentur á landinu þegar fundurinn fór fram í dag. „Við erum að fá Bandaríkjamann inn í þetta núna og það breytir þessu til batnaðar hjá okkur. Það er ekki víst að það gerist næstu vikurnar því þetta þarf smá aðlögunarferli. Ég veit ekki enn hversu stór þáttur hans verður í fyrsta leiknum á móti Stjörnunni," sagði Hrafn se vonast til þessa að nýi bandaríski bakvörðurinn hjálpi KR-liðinu mikið varnarlega. „Við erum sóknarlega að nálgast það sem við viljum vera en eftir að við fórum yfir Snæfellsleikinn þá komu fram miklar brotalamir í grundvallaratriðum varnarleiksins sem við þurfum að bæta. það er gott að geta séð hvað er að. Það er nýr þjálfari og nýjar áherslur en ég hef fulla trú á þessu liði. Við eigum ennþá töluvert inni og það er gott því það er ekki gott að eiga ekkert inni á þessum árstíma," sagði Hrafn. Kvennaliðið tapaði illa fyrir Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins en kom til baka með því að vinna Hauka í Meistarakeppninni í gær. „Stelpurnar sýndu gríðarlegan karkater í meistarakeppninni með því að koma til baka eftir tapið í Lengjubikarnum. Í ofanálag vantaði þrjár stelpur sem eru vanalega að spila hjá mér. Ég níddist svolítið á lykilmönnum í þeim leik en þær stigu svo sannarlega upp og sýndu hvað þær eru í góðu leikformi," sagði Hrafn en hann segir kvennaliðið vera búið að missa mikið. „Við erum að missa sjö leikmenn úr leikmannahópnum sem landaði titlinum í fyrra og þar á meðal eru Signý Hermannsdóttir, Unnur Tara og bandarískur leikmaður," sagði Hrafn sem vill ekkert gefa út um það hvort kvennaliði verði með bandarískan leikmann í vetur. "Við munum alltof skoða það sem við þurfum að gera til þess að standa í baráttunni í lokin," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni. „Það eru búnar að vera gríðarlega miklar breytingar kvennamegin og fannst það alveg vera kýrskýrt hverjar myndu verða efstar þeim megin. Það hefur verið ágætisgangur á karlaliðinu og við gerum tilkall til efsta sætisins eins og tvö til þrjú önnur lið. Svona spáðum við þessu þannig að það þýðir ekkert að láta þetta ná til sín," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla og kvennaliðs KR en Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitli í kvennadeildinni. Karlalið KR spilaði kanalaust á undirbúningstímabilinu en bandarískur leikmaður var nýlentur á landinu þegar fundurinn fór fram í dag. „Við erum að fá Bandaríkjamann inn í þetta núna og það breytir þessu til batnaðar hjá okkur. Það er ekki víst að það gerist næstu vikurnar því þetta þarf smá aðlögunarferli. Ég veit ekki enn hversu stór þáttur hans verður í fyrsta leiknum á móti Stjörnunni," sagði Hrafn se vonast til þessa að nýi bandaríski bakvörðurinn hjálpi KR-liðinu mikið varnarlega. „Við erum sóknarlega að nálgast það sem við viljum vera en eftir að við fórum yfir Snæfellsleikinn þá komu fram miklar brotalamir í grundvallaratriðum varnarleiksins sem við þurfum að bæta. það er gott að geta séð hvað er að. Það er nýr þjálfari og nýjar áherslur en ég hef fulla trú á þessu liði. Við eigum ennþá töluvert inni og það er gott því það er ekki gott að eiga ekkert inni á þessum árstíma," sagði Hrafn. Kvennaliðið tapaði illa fyrir Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins en kom til baka með því að vinna Hauka í Meistarakeppninni í gær. „Stelpurnar sýndu gríðarlegan karkater í meistarakeppninni með því að koma til baka eftir tapið í Lengjubikarnum. Í ofanálag vantaði þrjár stelpur sem eru vanalega að spila hjá mér. Ég níddist svolítið á lykilmönnum í þeim leik en þær stigu svo sannarlega upp og sýndu hvað þær eru í góðu leikformi," sagði Hrafn en hann segir kvennaliðið vera búið að missa mikið. „Við erum að missa sjö leikmenn úr leikmannahópnum sem landaði titlinum í fyrra og þar á meðal eru Signý Hermannsdóttir, Unnur Tara og bandarískur leikmaður," sagði Hrafn sem vill ekkert gefa út um það hvort kvennaliði verði með bandarískan leikmann í vetur. "Við munum alltof skoða það sem við þurfum að gera til þess að standa í baráttunni í lokin," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira