Sport

Federer dottinn niður í þriðja sæti heimslistans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roger Federer.
Roger Federer. Nordic Photos / Getty Images

Roger Federer er dottinn niður í þriðja sæti heimslistans í tennis en hann hefur ekki verið jafn neðarlega á listanum í sjö ár.

Federer datt úr leik í fjórðungsúrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis sem lauk um helgina.

Það var í annað skiptið í röð sem hann komst ekki í undanúrslit á stórmóti en þar áður hafði hann ekki dottið svo snemma úr leik á stórmóti síðan á opna franska meistaramótinu árið 2004.

Federer vann sitt fyrsta stórmót árið 2003 og hefur síðan þá unnið sextán stórmót. Hann var í efsta sæti heimslistans í samfleytt 237 vikur en er nú á eftir Rafael Nadal, sem er efstur á listanum, og Serbanum Novak Djokovic.

Federer sagðist hafa átt við meiðsli að stríða á Wimbledon-mótinu sem nú er nýlokið en stefnir að því að mæta tvíefldur til leiks á opna bandaríska meistaramótinu í lok ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×