Umfjöllun: Einar Örn snéri á Valsmenn á lokasekúndunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:47 Einar Örn Jónsson. Mynd/Vilhelm Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri). Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri).
Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira