Lífið

Kærir sig ekki um líkamshár

Kim Kardashian. MYND/Cover Media
Kim Kardashian. MYND/Cover Media

Kim Kardashian, 29 ára, er með líkamshár á heilanum að eigin sögn. Ekki nóg með það heldur dauðsér hún eftir að hafa setið fyrir í Playboy fyrir þremur árum, ekki af því að hún sat fyrir nakin, heldur af því að hún var ekki nógu grönn á þeim tíma að hennar mati.

Kim hefur undanfarin ár eytt fjármúgu í að láta fjarlægja líkamshár á líkama sínum sem hún telur óæskileg með hjálp leisertækninnar. Í dag segir hún húð sína vera mjúka og hárlausa.

„Ég er ættuð frá Armeníu þannig að auðvitað er ég með leisertæknina á heilanum. Undir höndum, bikíniröndin og fæturnir... líkami minn eins og hann leggur sig er hárlaus," lét Kim hafa eftir sér í tímaritinu Allure.

Einnig ræddi Kim þegar hún sat fyrir í Playboy árið 2007. Hún segist ekki sjá eftir að hafa setið fyrir nakin heldur hefði hún viljað vera í betra líkamlegu formi þegar myndirnar voru teknar.

„Já ég sé eftir að hafa setið fyrir í Playboy. Ekki það að hafa setið fyrir í umræddu blaði heldur á þessum tímapunkti var ég ekki í besta formi lífs míns," sagði Kim.

„Je minn eini ég var svo þung þá. Síðan þá hef ég misst 8 kíló. Andlitið á mér er grennra og líkami minn líka, maginn á mér er sléttur líka," sagði Kim.

Við spáðum fyrir heppnum lesanda Lífsins í morgun. Vertu með næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.