Kylfusveinn Tigers óttast ekki um starf sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2010 20:00 Williams gefur Tiger hér góð ráð. Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í." Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í."
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira