Lífið

Langar að opna hótelkeðju

Paris Hilton. MYND/Cover Media
Paris Hilton. MYND/Cover Media

Paris Hilton, 29 ára, sem hefur tekist á við ýmislegt í gegnum tíðina eins og sjónvarpsþáttagerð, söng, ilmvatnsframleiðslu og leiklist hefur áhuga á að demba sér út í hótelrekstur líkt og fjölskylda hennar.

Paris ætlar sér að fræðast betur um hótelrekstur eftir að hafa gert það gott í skemmtanabransanum.

„Ég er búin að takast á við nánast allt sem ég get hugsað mér að gera. Ég ætla að demba mér út í viðskipti sem tengjast hóteliðnaði. Næsta skref er að opna mína eigin hótelkeðju," sagði Paris

Ekki er vitað hvort Paris fái leyfi til að nota Hilton nafnið en á meðan hún undirbýr hótelreksturinn gefur hún sér tíma til að horfa á sjónvarpsþættina True Blood sem sýndir eru á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum.

„Ég hef ekki mikinn tíma til að horfa á sjónvarp af því að ég hef svo mikið að gera og er alltaf á ferðinni en það er einn þáttur sem ég elska og það er True Blood. Kannski fæ ég að leika vampíru einhvern tíman. Það væri frábært," sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.