Reynslunni ríkari Óli Kr. Ármannsson skrifar 5. ágúst 2010 06:00 Í fimm mánuði hefur ekkert gerst í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave ábyrgðir. Samningafundur var haldinn 5. mars síðastliðinn, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Icesave-lögin voru felld, en þau voru forsenda þess að tekið gæti gildi samningur um Icesave sem Alþingi hafði staðfest í fyrrahaust. Síðan gerðist ekkert þar til í byrjun síðasta mánaðar þegar gerð var tilraun til að koma viðræðum aftur af stað. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að koma eigi viðræðum í skipulegan farveg á ný eftir sumarfrí. Ekki er þó talið líklegt að fundað verði fyrr en í september, hálfu ári eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Biðstaða þessi hlýtur að koma mörgum á óvart miðað við þá orðræðu sem í gangi var fyrir atkvæðagreiðsluna í mars. Var þá látið að því liggja að fyrir lægi hagstæðara tilboð frá Bretum og Hollendingum, fásinna væri því að samþykkja fyrirliggjandi samning. Eitthvað lætur þessi niðurstaða bíða eftir sér. Þá virtist jafnvel á reiki um hvað væri verið að kjósa. Á þeim sem hæst töluðu gegn samþykkt mátti á stundum skila að verið væri að hafna því að greiða yfirhöfuð nokkuð til baka af því sem tekið hafði verið að láni hjá Bretum og Hollendingum. Þó hefur það aldrei staðið til, samningarnir snúast um tímalengd lánsins, vaxtakjör og tilhögun afborgana. Til eru þeir sem komið hefur í hug að baráttan gegn niðurstöðu í samningunum um Icesave snúist um allt aðra hluti í raun. Icesave-deilan sé ekki annað en verkfæri þeirra sem tryggja vilja varðstöðu um krónuna sem gjaldmiðil og setja sig upp á móti Evrópusambandsaðild, afla sem telja að einangrun landsins og tvíhliða samningar við önnur ríki sé farsælli leið en aðild að samstarfi ríkja í Evrópu. Sé svo er óskandi að umræðan gæti þá farið að snúast um þessi grundvallaratriði og kost og löst á hvorri leiðinni sem verða kann fyrir valinu. Í grein í 25. tölublaði Vísbendingar sem út kom í gær veltir Þórólfur Matthíasson prófessor fyrir sér sjálfstæði þjóðarinnar og bendir á að sá sem vilji vera öllum óháður kalli jafnframt yfir sig lakari lífskjör en sá nýtur sem deila vill fullveldi og sjálfstæði með öðrum. „Hrunið markaði endalok tilraunarinnar með íslensku krónuna. Ef þjóðin vill halda áfram að nota hana, þurfum við að lifa við gjaldeyrishöft, háa innlenda vexti og töluvert flökt á genginu," segir hann og bendir um leið á að með viðvarandi gjaldeyrishöftum sé einboðið að forsendur aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu séu brostnar. Aukin tengsl við Evrópu snúist því ekki um tollaívilnanir á fiski heldur áframhaldandi aðgang fyrirtækja að mörkuðum fyrir vöru og þjónustu og einstaklinga að evrópskum vinnumarkaði. „Og ekki síður um möguleika einstaklinga og fyrirtækja til að fjármagna stærri fjárfestingar á viðráðanlegum kjörum og geyma sparnað með sæmilega tryggum hætti." Í atkvæðagreiðslunni í mars missti þjóðin af tækifæri til að gera út um Icesave-málið. Spurning er bara hvort hún verður minnug reynslunni af því hversu miklu gruggi hægt er að róta upp í umræðunni þegar kemur að því að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun
Í fimm mánuði hefur ekkert gerst í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave ábyrgðir. Samningafundur var haldinn 5. mars síðastliðinn, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Icesave-lögin voru felld, en þau voru forsenda þess að tekið gæti gildi samningur um Icesave sem Alþingi hafði staðfest í fyrrahaust. Síðan gerðist ekkert þar til í byrjun síðasta mánaðar þegar gerð var tilraun til að koma viðræðum aftur af stað. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að koma eigi viðræðum í skipulegan farveg á ný eftir sumarfrí. Ekki er þó talið líklegt að fundað verði fyrr en í september, hálfu ári eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Biðstaða þessi hlýtur að koma mörgum á óvart miðað við þá orðræðu sem í gangi var fyrir atkvæðagreiðsluna í mars. Var þá látið að því liggja að fyrir lægi hagstæðara tilboð frá Bretum og Hollendingum, fásinna væri því að samþykkja fyrirliggjandi samning. Eitthvað lætur þessi niðurstaða bíða eftir sér. Þá virtist jafnvel á reiki um hvað væri verið að kjósa. Á þeim sem hæst töluðu gegn samþykkt mátti á stundum skila að verið væri að hafna því að greiða yfirhöfuð nokkuð til baka af því sem tekið hafði verið að láni hjá Bretum og Hollendingum. Þó hefur það aldrei staðið til, samningarnir snúast um tímalengd lánsins, vaxtakjör og tilhögun afborgana. Til eru þeir sem komið hefur í hug að baráttan gegn niðurstöðu í samningunum um Icesave snúist um allt aðra hluti í raun. Icesave-deilan sé ekki annað en verkfæri þeirra sem tryggja vilja varðstöðu um krónuna sem gjaldmiðil og setja sig upp á móti Evrópusambandsaðild, afla sem telja að einangrun landsins og tvíhliða samningar við önnur ríki sé farsælli leið en aðild að samstarfi ríkja í Evrópu. Sé svo er óskandi að umræðan gæti þá farið að snúast um þessi grundvallaratriði og kost og löst á hvorri leiðinni sem verða kann fyrir valinu. Í grein í 25. tölublaði Vísbendingar sem út kom í gær veltir Þórólfur Matthíasson prófessor fyrir sér sjálfstæði þjóðarinnar og bendir á að sá sem vilji vera öllum óháður kalli jafnframt yfir sig lakari lífskjör en sá nýtur sem deila vill fullveldi og sjálfstæði með öðrum. „Hrunið markaði endalok tilraunarinnar með íslensku krónuna. Ef þjóðin vill halda áfram að nota hana, þurfum við að lifa við gjaldeyrishöft, háa innlenda vexti og töluvert flökt á genginu," segir hann og bendir um leið á að með viðvarandi gjaldeyrishöftum sé einboðið að forsendur aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu séu brostnar. Aukin tengsl við Evrópu snúist því ekki um tollaívilnanir á fiski heldur áframhaldandi aðgang fyrirtækja að mörkuðum fyrir vöru og þjónustu og einstaklinga að evrópskum vinnumarkaði. „Og ekki síður um möguleika einstaklinga og fyrirtækja til að fjármagna stærri fjárfestingar á viðráðanlegum kjörum og geyma sparnað með sæmilega tryggum hætti." Í atkvæðagreiðslunni í mars missti þjóðin af tækifæri til að gera út um Icesave-málið. Spurning er bara hvort hún verður minnug reynslunni af því hversu miklu gruggi hægt er að róta upp í umræðunni þegar kemur að því að kjósa um aðild að Evrópusambandinu.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun