Leikkonan Kate Hudson og Matt Bellamy, söngvari hljómsveitarinnar Muse, sáust á vappi saman í New York í síðustu viku og eiga þau að hafa verið að hitta hvort annað á laun í heilan mánuð. Samkvæmt heimildarmönnum er komin nokkur alvara í sambandið og hyggst parið sækja Glastonbury-tónlistarhátíðina saman síðar í mánuðinum.
„Matt hefur heimsótt Kate nokkrum sinnum. Sambandið hefur blómstrað og Kate hyggst fljúga til Englands í lok mánaðarins til að eyða tíma með Matt. Hana langar að sjá Muse á tónleikum og hitta vini hans," var haft eftir heimildarmanni. Bellamy hætti nýverið með kærustu sinni, Gaia Polloni, en ekki er langt síðan söngvarinn sagðist ætla að giftast henni.