Lífið

Búa saman í 500 fm glæsibýli í Edinborg

Draumalíf Fótboltakappinn Eggert og Elsa kærasta hans lifa góðu lífi í Skotlandi.fréttablaðið/samsett mynd
Draumalíf Fótboltakappinn Eggert og Elsa kærasta hans lifa góðu lífi í Skotlandi.fréttablaðið/samsett mynd

„Þetta er mjög fínt, en lítur sennilega betur út á blaði,“ segir Elsa Harðardóttir.

Elsa og kærasti hennar, fótboltakappinn Eggert Gunnþór Jónsson, búa saman í Edinborg. Hann spilar þar með úrvalsdeildarliðinu Hearts og hefur verið þar síðastliðin fimm ár. Elsa flutti út til hans fyrir tveimur árum.

Parið hefur komið sér fyrir í um 500 fermetra glæsibýli ásamt hundunum sínum tveimur. Þrátt fyrir að leigja allt þetta stóra hús nota þau einungis neðri hæðina eins og er. „Auðvitað saknar maður fjölskyldu og vina þegar maður býr erlendis,“ segir Elsa, en hún og Eggert eru um tvítugt og lifa draumalífi margra jafnaldra sinna.

Eggert og félagar í Hearts höfnuðu í sjötta sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili sem lauk í vor. Hann er því kominn í sumarfrí frá keppni en mætir á æfingar sem eru búnar um hádegi. Þau eru því í hálfgerðu sumarfríi þessa dagana og lifa hinu góða lífi í Edinborg. Elsa íhugar nú að fara í nám, en Eggert er með samning við skoska liðið til ársins 2012. - ls






Fleiri fréttir

Sjá meira


×