Hjúskaparlögin laða lesbíur til landsins 21. júlí 2010 06:00 Ánægðar með að geta talað um sig sem hjón líkt og gagnkynhneigðir. „Nokkrum vikum áður en við komum til landsins voru breytt hjúskaparlög samþykkt á Íslandi. Þar sem tengsl mín við landið eru mér mjög mikilvæg langaði okkur mikið að láta gefa okkur saman þar,“ segir hin bandaríska Barbara L. Lawson. Barbara gekk að eiga unnustu sína, Julie Layne, hjá sýslumanninum á Akureyri þriðjudaginn 13. júlí. Breytt hjúskaparlög eru augljóslega byrjuð að hafa áhrif, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá eru aðrar Bandaríkjakonur, þær Edie Hoffmann og Jen Stewart, væntanlegar til landsins í ágúst og stefna þær á að gifta sig á Hinsegin dögum í Reykjavík. Lawson og Layne hafa verið saman í 18 ár. Þær voru staddar hér á landi í brúðkaupsveislu hálfbróður Lawson, Gunnari Sigurfinnssyni, og eiginkonu hans, Maríu Lóu Friðjónsdóttur. Gunnar og María Lóa aðstoðuðu parið við að skipuleggja brúðkaupið óvænta og hjálpuðu til við að redda gögnum og öðru slíku. Þegar Lawson og Layne komu til landsins voru þær ekki enn búnar að fá staðfestingu á því að af þessu yrði. Að morgni þriðjudagsins 13. júlí fengu þær svo svör hjá sýslumanninum á Akureyri um að hann gæti gefið þær saman ef þær myndu koma til hans á næsta hálftímanum. „Við kipptum hringum og skjölum og stukkum af stað. Fólkið stökk út í garð og tíndi villt blóm til að búa til blómvendi handa okkur og unga fólkið henti hrísgrjónum yfir okkur þegar við löbbuðum út úr húsinu,“ segir Lawson. „Það að geta loksins sagt að við séum hjón skiptir okkur miklu máli.“ - ls Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Nokkrum vikum áður en við komum til landsins voru breytt hjúskaparlög samþykkt á Íslandi. Þar sem tengsl mín við landið eru mér mjög mikilvæg langaði okkur mikið að láta gefa okkur saman þar,“ segir hin bandaríska Barbara L. Lawson. Barbara gekk að eiga unnustu sína, Julie Layne, hjá sýslumanninum á Akureyri þriðjudaginn 13. júlí. Breytt hjúskaparlög eru augljóslega byrjuð að hafa áhrif, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá eru aðrar Bandaríkjakonur, þær Edie Hoffmann og Jen Stewart, væntanlegar til landsins í ágúst og stefna þær á að gifta sig á Hinsegin dögum í Reykjavík. Lawson og Layne hafa verið saman í 18 ár. Þær voru staddar hér á landi í brúðkaupsveislu hálfbróður Lawson, Gunnari Sigurfinnssyni, og eiginkonu hans, Maríu Lóu Friðjónsdóttur. Gunnar og María Lóa aðstoðuðu parið við að skipuleggja brúðkaupið óvænta og hjálpuðu til við að redda gögnum og öðru slíku. Þegar Lawson og Layne komu til landsins voru þær ekki enn búnar að fá staðfestingu á því að af þessu yrði. Að morgni þriðjudagsins 13. júlí fengu þær svo svör hjá sýslumanninum á Akureyri um að hann gæti gefið þær saman ef þær myndu koma til hans á næsta hálftímanum. „Við kipptum hringum og skjölum og stukkum af stað. Fólkið stökk út í garð og tíndi villt blóm til að búa til blómvendi handa okkur og unga fólkið henti hrísgrjónum yfir okkur þegar við löbbuðum út úr húsinu,“ segir Lawson. „Það að geta loksins sagt að við séum hjón skiptir okkur miklu máli.“ - ls
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira