Innlent

Ný götumynd birtist senn í Kirkjustræti

Svona mun húsaröðin í Kirkjustræti líta út á endanum samkvæmt hönnun Batterísins.
Tölvumynd/Batteríið Arkitektar
Svona mun húsaröðin í Kirkjustræti líta út á endanum samkvæmt hönnun Batterísins. Tölvumynd/Batteríið Arkitektar
Nú þegar Skúlahús er farið úr Vonarstræti og komið á nýjan grunn á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu er fátt sem bendir til að götumyndin þar verði fyllt út frekar á næstunni.

Batteríið arkitektar hefur hannað nýju götumyndina eins og henni er ætlað að líta út frá Kirkjustræti. Sigurbjartur Loftsson hjá Batteríinu segir að miklu af hönnuninni hafi verið lokið fyrir hrun. Síðan þá hefðu forsendur breyst og gera þurfti ýmsar breytingar. Áætlanir hefðu sömuleiðis breyst vegna þess hversu mikið af fornleifum hefði komið á ljós á reitnum.

Sigurbjartur segir að Skúlahús verði tekið aftur í notkun af Alþingi eftir flutninginn en að endurbætur þess bíði. Þá sé alveg óljóst hvenær hægt verði að reisa millibyggingu frá Skúlahúsi að Skjaldbreið sem stendur þar austan við.

„Næsti áfangi verður sennilega Skjaldbreið. Það hús liggur undir mjög miklum skemmdum. Það þarf nánast að skræla húsið niður og byggja það upp aftur. Það er skakkt og það þarf að rétta það við. Þetta hefur staðið til frá 1996,“ útskýrir Sigurbjartur Loftsson.

gar@frettabladid.is
fyrir nýjustu breytingar Áður en Skúlahús var flutt frá Vonarstræti leit horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu svona út. Mynd/Batteríið Arkitektar
Þriggja krana tak Aðalbyggingin á Vonarstræti 12 reyndist 50 prósentum þyngri en reiknað var með og því þurfti að bæta við þriðja krananum til að ráða við viðbótartonnin fjörutíu. Mynd/Batteríið Arkitektar


Alþingisreiturinn Hérna sést hvernig ætlunin er að skipa málum á Alþingisreitnum í framtíðinni.Mynd/Batteríið Arkitektar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×