Innlent

Helga Sigríður vöknuð: Á leið heim á næstu dögum

Helga Sigríður Sigurðardóttir er laus úr öndunarvélinni.
Helga Sigríður Sigurðardóttir er laus úr öndunarvélinni.
Helga Sigríður Sigurðardóttir, stúlkan sem flutt var með hraði til Gautaborgar eftir að hún hneig niður í sundtíma á Akureyri, hefur verið vakin og tekin úr öndunarvél. Allar líkur eru á því að hún komi heim til Íslands á næstu dögum.

„Henni heilsast ágætlega núna," segir móðir Helgu, María Egilsdóttir. „Hún var tekin úr öndunarvélinni í gærkvöldi og hún plumar sig ágætlega án hennar." María segir að vonum framar hafi gengið að taka hana úr vélinni og að Helga þekki fjölskyldu sína þrátt fyrir að vera mjög vönkuð, meðal annars af völdum lyfja.

„Hjartalæknirinn var að tala við okkur og hann vill meina að hjartað eigi algjörlega að duga henni. Lungun eru einnig í góðu lagi enda var það forsenda þess að hægt væri að taka hana úr vélinni," segir María einnig en ítarlegra viðtal verður við hana í hádegisfréttum Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×