Danir hafa áhyggjur af námskostnaði 7. desember 2010 06:00 Fjölmargir háskólanemar frá Norðurlöndum sækja sér menntun í Árósum. Kostnaður danska ríkisins vegna norrænna nema vex mörgum í augum. Fréttablaðið/Þorgils Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Samkvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskólanema um 6.800 milljónum íslenskra króna. Menntamálaráðherra Íslands segir sátt ríkja um málefnið á vettvangi Norðurlandaráðs. Þessi upphæð á við skólaárið 2008 til 2009, en þá voru 5.146 nemendur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi við nám í Danmörku. Á meðan voru einungis 538 Danir við nám annars staðar á Norðurlöndum. Kostnaður Dana við þetta samvinnuverkefni nemur alls rúmum átta milljörðum íslenskra króna en 1,2 milljarðar koma til mótvægis frá Norrænu ráðherranefndinni. Í frétt A4 er rætt við Danann Mogens Jensen sem er formaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs og segir hann að þótt samnorrænt samstarf í háskólamálum sé mikilvægt verði að skoða málið betur í ljósi þessa. „Danmörk ver miklum fjármunum til þessa og það er ekki verjandi til langs tíma.“ Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samvinnuráðherra Norðurlanda, segir í samtali við Fréttablaðið að almennt hafi verið mikil ánægja með samstarf norrænna þjóða í háskólamálum og vísindamálum. „Öll Norðurlöndin hafa undirritað samkomulag um að við séum saman eitt háskólasvæði og norrænt samstarf hefur að undanförnu snúist að mestu um að tryggja það að borgararnir geti farið á milli hindranalaust.“ Katrín segir að þessi mál hafi ekki komið inn á sitt borð og ekkert þessu tengt hafi verið rætt meðal menntamálaráðherranna á nýliðnu Norðurlandaráðsþingi. Hún segir þó að engum þurfi að dyljast sú staðreynd að Ísland hafi fengið mun meira út úr þessu samstarfi en lagt hafi verið til. „Þetta mál hefur hvorki verið tekið upp í milliríkjasamskiptum okkar við Dani né á formlegum vettvangi menntamálaráðherra Norðurlandanna. Hins vegar veit ég að menntamálanefnd Norðurlandaráðs hefur verið að fara yfir þessar tölur og skoða málið heildstætt.“ Katrín segir að ekki sé útilokað að málið verði tekið upp næst þegar ráðherrar hittast, en ekkert hafi verið ákveðið eins og er. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Samkvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskólanema um 6.800 milljónum íslenskra króna. Menntamálaráðherra Íslands segir sátt ríkja um málefnið á vettvangi Norðurlandaráðs. Þessi upphæð á við skólaárið 2008 til 2009, en þá voru 5.146 nemendur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi við nám í Danmörku. Á meðan voru einungis 538 Danir við nám annars staðar á Norðurlöndum. Kostnaður Dana við þetta samvinnuverkefni nemur alls rúmum átta milljörðum íslenskra króna en 1,2 milljarðar koma til mótvægis frá Norrænu ráðherranefndinni. Í frétt A4 er rætt við Danann Mogens Jensen sem er formaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs og segir hann að þótt samnorrænt samstarf í háskólamálum sé mikilvægt verði að skoða málið betur í ljósi þessa. „Danmörk ver miklum fjármunum til þessa og það er ekki verjandi til langs tíma.“ Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samvinnuráðherra Norðurlanda, segir í samtali við Fréttablaðið að almennt hafi verið mikil ánægja með samstarf norrænna þjóða í háskólamálum og vísindamálum. „Öll Norðurlöndin hafa undirritað samkomulag um að við séum saman eitt háskólasvæði og norrænt samstarf hefur að undanförnu snúist að mestu um að tryggja það að borgararnir geti farið á milli hindranalaust.“ Katrín segir að þessi mál hafi ekki komið inn á sitt borð og ekkert þessu tengt hafi verið rætt meðal menntamálaráðherranna á nýliðnu Norðurlandaráðsþingi. Hún segir þó að engum þurfi að dyljast sú staðreynd að Ísland hafi fengið mun meira út úr þessu samstarfi en lagt hafi verið til. „Þetta mál hefur hvorki verið tekið upp í milliríkjasamskiptum okkar við Dani né á formlegum vettvangi menntamálaráðherra Norðurlandanna. Hins vegar veit ég að menntamálanefnd Norðurlandaráðs hefur verið að fara yfir þessar tölur og skoða málið heildstætt.“ Katrín segir að ekki sé útilokað að málið verði tekið upp næst þegar ráðherrar hittast, en ekkert hafi verið ákveðið eins og er. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira