Viðskipti erlent

Kvikmyndaverið MGM lýst gjaldþrota

Kvikmyndaverið MGM hefur lýst sig gjaldþrota. Þar með er lokið áralangri baráttu þessa sögufræga kvikmyndavers við að halda sér á floti en skuldirnar námu 4 milljörðum dollara eða tæpum 450 milljörðum króna undir lokin.

Kröfuhafar eignast nú 95% af MGM og ætla sér að láta annað minna kvikmyndaver, Spyglass Entertainment, stjórna MGM fyrir sig.

Gjaldþrotið eru góðar fréttir fyrir aðdáendur James Bond því nú eru allar líkur á að 23. myndin um þennan njósnara í þjónustu Bretadrottingar verði að veruleika.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×