Lífið

Colin Farell verður vampíra

Colin Farell mun leika vampíru í Fright Night en hann hefur undanfarin ár haldið sig innan óháða kvikmyndageirans.
Colin Farell mun leika vampíru í Fright Night en hann hefur undanfarin ár haldið sig innan óháða kvikmyndageirans.

Colin Farell hefur tekið að sér hlutverk vampíru í endurgerð hinnar sígildu hryllingsmyndar Fright Night. Þetta verður í fyrsta skipti sem Farell leikur í „stórri" kvikmynd frá Hollywood en hann hefur undanfarin ár aðallega leikið í kvikmyndum óháða kvikmyndageirans.

Farell mun leika vampíruna Jerry Dandrige sem flytur í þægilegt úthverfi. Hryllingsmyndaaðdáandinn Charlie Brewster, leikinn af Anton Yelchin, grunar hins vegar að Dandrige hafi óhreint mjöl í pokahorninu og hefur sína eigin rannsókn.

Í upprunalegu myndinni fær Brewster sjónvarpsstjörnu úr hryllingssjónvarpsþáttum í lið með sér sem trúir þó ekki á tilvist vampíra en er reiðubúin til að gera allt fyrir aurinn.

Hér er sýnishorn fyrir upprunalegu myndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×