Lífið

Carla Bruni-Sarkozy byrjuð að leika

Carla Bruni-Sarkozy leikur í nýrri mynd Woody Allen.
Carla Bruni-Sarkozy leikur í nýrri mynd Woody Allen.
Forsetafrú Frakklands, Carla Bruni-Sark­ozy, getur nú bætt leikarafaginu á ferilskrána eftir að tökur hófust á nýrri mynd Woody Allen, Midnight in Paris. Bruni leikur safnstjóra í myndinni og á móti henni leikur Hollywood-stjarnan Owen Wilson. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetafrúin leikur en hún hefur bæði gefið út tónlist og setið fyrir á ljósmyndum.

„Ég veit ekkert hvort ég get leikið og það getur vel verið að ég sé skelfileg leikkona en ég verð að taka áhættuna. Þá get ég sagt barnabörnum mínum að ég hafi leikið í Woody Allen-mynd þegar ég var ung,“ segir Carla en myndin verður frumsýnd á næsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.