Af skunkum og svörtum englum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2010 07:00 Önnur líf eftir Ævar Örn. Bækur Önnur líf Ævar Örn Jósepsson UppheimarLöggugengið úr bókum Ævars Arnar, þau Stefán, Katrín, Árni og Guðni, er löngu orðið heimilisvinir flestra Íslendinga, ekki síst eftir sjónvarpsþáttaraðirnar eftir fyrstu bókunum tveimur. Hér eru þau mætt í sjöttu sögunni og hafa þróast hvert í sína áttina eins og fólk gerir. Árni orðinn hamingjusamur úthverfaplebbi með konu og tvö börn, Katrín einstæð móðir tveggja unglinga í Hvassaleitinu, Stefán í þunglyndi eftir konumissi og Guðni á góðri leið með að drekka sig í hel. Ekki beysin uppskrift að rannsóknarteymi, en auðvitað finna þau lausn gátunnar, þótt mikið gangi á og áföllin læði sér inn í þeirra eigin raðir.Málið sem þau fást við hér, brútalt morð á ungri konu, er ógeðfellt með eindæmum, ekki síst þar sem sama stúlkan hafði orðið fyrir hrottalegri hópnauðgun rúmu ári áður. Óhugnaðurinn vex enn við það að stúlkan er frænka Katrínar og fyrrverandi barnfóstra og Katrín því í raun beggja vegna borðsins, bæði rannsóknaraðili og aðstandandi. Inn í söguna fléttast búsáhaldabyltingin í janúar 2009 og árekstur anarkistanna á Austurvelli og máttarstólpa þjóðfélagsins, dópsala Lalla feita, ungbarnasund og uppgerð á Landrover, svo fátt eitt sé nefnt. Úr verður spennandi saga sem rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugsunar og kemur sífellt á óvart. Annað málið sem löggurnar glíma við og splundrar hópnum er þó óleyst í bókarlok svo lesendur geta strax farið að láta sig hlakka til næstu sögu í beinu framhaldi.Sagan flakkar fram og aftur í tíma, byrjar í maí 2010, fer síðan aftur til janúar 2009 og lýkur í október 2010. Þannig gefst lesendum færi á að kynnast fórnarlambinu og aðstæðum þess betur en oft gerist í sakamálasögum og láta sig því örlög hennar meiru varða.Ævar Örn er flinkur krimmahöfundur, byggir sögurnar vel, kynnir bæði fórnarlömb og löggur í þaula af næmum mannskilningi, er gagnrýnin á samfélagið og skrifar betri og eðlilegri samtöl en nokkur annar íslenskur höfundur. Glæpamennirnir fá meira að segja oft eigin rödd, þótt samúðin með þeim sé eðlilega af skornum skammti og persónulýsingarnar því meira einhliða.Önnur líf sver sig í ætt fyrri bóka Ævars Arnar, en ástæðan fyrir nauðguninni þykir mér dálítið ótrúverðug og skemma annars flott plott. Engu að síður er sagan fínasta glæpasaga, spennan byggð upp jafnt og þétt eins og vera ber og lausn gátunnar langt frá því augljós. Svo ekki sé nú minnst á hversu gaman það er að viðhalda kynnunum við gengið á Hverfisgötunni.Niðurstaða: Fínn krimmi með flottu plotti og góðri persónusköpun. Rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugsunar og kemur á óvart. Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Önnur líf Ævar Örn Jósepsson UppheimarLöggugengið úr bókum Ævars Arnar, þau Stefán, Katrín, Árni og Guðni, er löngu orðið heimilisvinir flestra Íslendinga, ekki síst eftir sjónvarpsþáttaraðirnar eftir fyrstu bókunum tveimur. Hér eru þau mætt í sjöttu sögunni og hafa þróast hvert í sína áttina eins og fólk gerir. Árni orðinn hamingjusamur úthverfaplebbi með konu og tvö börn, Katrín einstæð móðir tveggja unglinga í Hvassaleitinu, Stefán í þunglyndi eftir konumissi og Guðni á góðri leið með að drekka sig í hel. Ekki beysin uppskrift að rannsóknarteymi, en auðvitað finna þau lausn gátunnar, þótt mikið gangi á og áföllin læði sér inn í þeirra eigin raðir.Málið sem þau fást við hér, brútalt morð á ungri konu, er ógeðfellt með eindæmum, ekki síst þar sem sama stúlkan hafði orðið fyrir hrottalegri hópnauðgun rúmu ári áður. Óhugnaðurinn vex enn við það að stúlkan er frænka Katrínar og fyrrverandi barnfóstra og Katrín því í raun beggja vegna borðsins, bæði rannsóknaraðili og aðstandandi. Inn í söguna fléttast búsáhaldabyltingin í janúar 2009 og árekstur anarkistanna á Austurvelli og máttarstólpa þjóðfélagsins, dópsala Lalla feita, ungbarnasund og uppgerð á Landrover, svo fátt eitt sé nefnt. Úr verður spennandi saga sem rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugsunar og kemur sífellt á óvart. Annað málið sem löggurnar glíma við og splundrar hópnum er þó óleyst í bókarlok svo lesendur geta strax farið að láta sig hlakka til næstu sögu í beinu framhaldi.Sagan flakkar fram og aftur í tíma, byrjar í maí 2010, fer síðan aftur til janúar 2009 og lýkur í október 2010. Þannig gefst lesendum færi á að kynnast fórnarlambinu og aðstæðum þess betur en oft gerist í sakamálasögum og láta sig því örlög hennar meiru varða.Ævar Örn er flinkur krimmahöfundur, byggir sögurnar vel, kynnir bæði fórnarlömb og löggur í þaula af næmum mannskilningi, er gagnrýnin á samfélagið og skrifar betri og eðlilegri samtöl en nokkur annar íslenskur höfundur. Glæpamennirnir fá meira að segja oft eigin rödd, þótt samúðin með þeim sé eðlilega af skornum skammti og persónulýsingarnar því meira einhliða.Önnur líf sver sig í ætt fyrri bóka Ævars Arnar, en ástæðan fyrir nauðguninni þykir mér dálítið ótrúverðug og skemma annars flott plott. Engu að síður er sagan fínasta glæpasaga, spennan byggð upp jafnt og þétt eins og vera ber og lausn gátunnar langt frá því augljós. Svo ekki sé nú minnst á hversu gaman það er að viðhalda kynnunum við gengið á Hverfisgötunni.Niðurstaða: Fínn krimmi með flottu plotti og góðri persónusköpun. Rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugsunar og kemur á óvart.
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira