Handbolti

Valur vann nú löglegan sigur á Haukum

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mynd/Stefán

Valur vann í dag sigur á Haukum í N1-deild kvenna, 31-27, á heimavelli sínum. Þetta var fyrsti leikur af þremur í deildinni í dag.

Þessi lið mættust í undanúrslitum deildarbikarkeppninnar milli jóla og nýárs og þá vann Valur einnig sigur. Haukum var hins vegar dæmdur sigur þar sem Nína Kristín Björnsdóttir var ekki búin að fá leikheimild með Val.

Nína var hins vegar lögleg með Val í dag en hún skoraði þó ekki í leiknum. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði átta mörk fyrir Val og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fimm.

Hjá Haukum var Ramune Pekarskyte markahæst með sjö mörk en þær Nína Björk Arnfinnsdótir og Hanna G. Stefánsdóttir komu næst með fimm hver.

Valur er enn taplaust á toppi deildarinnar með 22 stig eftir tólf leiki. Haukar eru í þriðja sæti með sextán stig, einnig eftir tólf leiki en Fram er í öðru sæti með nítján stig eftir ellefu leiki.

Stjarnan er svo í fjórða sæti með fimmtán stig eftir tíu leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×