Körfubolti

Fannar Freyr: Við spiluðum mjög illa

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar.
Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar.

„Það er alltaf ömurlegt að tapa en við mættum bara ekki nógu vel tilbúnir í kvöld. Við spiluðum mjög illa, klikkuðum á alltof mikið af skotum, vörnin var ekki nægilega góð," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland-Express deildarinnar.

Fannar Freyr átti ágætis leik í kvöld og var með 12 stig og 9 fráköst. Hann segir að nú séu menn með bakið upp við vegg og verði liðið að mæta snarklikkað til leiks á mánudaginn í Njarðvík.

„Þeir mættu til leiks nákvæmlega eins og við bjuggumst við þeim. Við mættum bara ekki klárir til leiks því miður. Nú verðum við bara að mæta með einhverja geðveiki þarna til Njarðvíkur á mánudaginn með bakið upp við vegg og oft spila menn best þannig. Við erum ekkert á leið í sumarfrí og nú er bara að duga eða drepast, það er ekkert annað í boði fyrir okkur," sagði Fannar svekktur í leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×