Handbolti

Atli: Spilamennskan var léleg

Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Atli Hilmarsson var eðlilega ekki ánægður með leik sinna manna í Akureyri í dag. Það tapaði fyrsta leik sínum í vetur, fyrir Fram, 30-34.

"Fram átti sigurinn skilinn. Við spiluðum illa í vörn og sókn. Við skutum illa þrátt fyrir að fá góð færi í leiknum."

"Við fengum fá fráköst í sókninni og það sem mér gremst mest er að við börðumst ekki nóg um lausu boltana, við hefðum getað stoppað einhver hraðaupphlaup hjá þeim með því að berjast meira."

"Við verðum að læra af þessu. Við erum enn efstir og hin liðin þurfa að ná okkur. Það er mikið eftir að mótinu ennþá."

"Við vorum búnir að kortleggja Framarana og þeir spiluðu eðlilegan leik, það erum við sem áttum að standa okkur betur," sagði Atli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×