Körfubolti

Hlynur: Það var mjög lélegt hjá okkur að tapa þessu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Mynd/Daníel
Hlynur Bæringsson var ekki sáttur með eigin frammistöðu í tapinu á móti KR í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deild karla í Hólminum í kvöld. KR vann leikinn 76-72 en Snæfell hafði komist í lokaúrslitin með sigri.

„Við verðum bara að vinna þetta í DHL-höllinni en ég er ekki alveg farinn að hugsa svo langt," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld.

„Ég fyrst og fremst svekktur að hafa klúðrað þessu í kvöld. Ég gríðarlega svekktur út í okkar lið og fyrst og fremst út í sjálfan mig. Það var mjög lélegt hjá okkur að tapa þessu," sagði Hlynur.

„Mér fannst hvorugt liðið getað skorað lengi framan af en mér fannst þeir hitta meira af þessum stóru skotum. Það var svo lágt skor í þessu að það skipti allt svo rosalega miklu máli. Einn eða tveir þristar voru miklu stærri en í flestum leikjum. Mér fannst þeir eiga allar svoleiðis körfur í þessum leik," sagði Hlynur.

„Lykilmenn hjá þeim voru að spila betur en lykilmenn hjá okkur og það verður bara að viðurkennast. Ég get ekki skrifað þetta á neinn hátt á þreytu því þeir eru alveg jafn þreyttir og við. Við erum með meiri breidd ef eitthvað er. Það á ekki að leita af einhverjum helvítis afsökunum," sagði Hlynur.

„Við þurfum að halda tuðrunni sem mest úr þeirra bestu mönnum. Pavel komst mikið upp að körfunni hjá okkur í dag og það var plan sem klikkaði hjá okkur. Við þurfum að reyna að loka á flæðið hjá þeim með því að halda boltanum sem mest hjá Tommy Johnson og Morgan Lewis. Þeir gefa aldrei boltann en Pavel er að finna alla og við þurfum að minnka flæðið hjá þeim," sagði Hlynur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×