Körfubolti

Ólafur: Náðum bara ekki að stöðva þá

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, var að vonum svekktur eftir tap gegn ÍR í kvöld en leiknum lauk með 91-89 sigri Breiðholtsbúa.

„Maður er auðvitað alltaf svekktur þegar að maður tapar, það skiptir ekki á móti hverjum það er. Ég veit ekki hvað gerðist, við náðum forskoti þarna í þriðja leikhluta og náðum að halda okkur inni en það var ekki nóg," sagði Ólafur Ólafsson sem átti fínan leik í kvöld með 18 stig.

Ólafur viðurkennir að ÍR-ingar voru á undan í sínum aðgerðum og voru ákveðnari í lokin sem færði heimamönnum sigurinn.

„Við náðum bara ekki að stöðva þá og þeir svöruðu alltaf. Það er greinilega ekki nóg að spila eins og við spiluðum í kvöld því við verðum að stoppa þá. Þeir voru bara ákveðnari en við í lokin og því fór sem fór," sagði Ólafur svekktur í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×