Lífið

Jessica Simpson fallin fyrir giftum manni

Jessica Simpson mun hafa kolfallið fyrir hinum gifta Eric Johnson.
Jessica Simpson mun hafa kolfallið fyrir hinum gifta Eric Johnson. Fréttablaðið/wireimages
Söngkonan Jessica Simpson hefur undanfarnar vikur sést í félagsskap fyrrum fótboltastjörnunnar Erics Johnson. Parið sást nýverið leiðast á túristaeyjunni Capri á Ítalíu og gera fjölmiðlar mikið veður út af þessu þar sem Johnson er tæknilega séð giftur maður.

Hann sótti um skilnað frá eiginkonu sinni fyrr á þessu ári en sá skilnaður er ekki genginn í gegn. Simpson mun hafa fallið fyrir kappanum í vor og er sögð ástfangin á ný.

Simpson hefur verið orðuð við fjöldann allan af stjörnum í Hollywood frá því að hún skildi við söngvarann Nick Lachey en parið gerði heimildarþætti um hjónaband sitt sem vöktu mikla athygli. Ferill söngkonunnar hefur ekki gengið sem skyldi og 2008 gaf hún út kántríplötu sem fékk slakar viðtökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.