Einangrun og stjórnleysi Þorkell Sigurlaugsson skrifar 25. janúar 2010 06:15 Það er áhyggjuefni að Ísland er að einangrast frá alþjóðasamfélaginu og ímynd þjóðarinnar hefur veikst á alþjóðavettvangi. Það ríkir eðlilega reiði í garð ýmissa einstaklinga og hálfgert upplausnarástand í efnahags- og stjórnmálum. Á sama tíma eigum við afburðafólk á fjölmörgum sviðum svo sem í íþróttum og menningu, vísindum og margvíslegum atvinnurekstri. Við mættum vekja meiri athygli á því. Fjölmiðlar eru að veikjast bæði fjárhagslega og faglega og starfsfólki fækkar. Þeir taka oft illa grundaða afstöðu með og á móti ákveðnum málefnum. Nýlega tengdi RÚV núverandi og fyrrverandi þingmenn, við óeðlileg fasteignaviðskipti. Fréttin átti ekki við rök að styðjast og baðst fréttastofan afsökunar. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn gagnrýndi í útvarpsþætti um helgina hlut fjölmiðla í mótmælunum á Austurvelli. Fjölmiðar eru í efnahagslegri og eignarhaldslegri kreppu, lokaðir af í eigin þjóðfélagsumræðu og það þarf orðið að fylgjast með erlendum fjölmiðlum til að fá góðar upplýsinga um það sem er að gerast á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki eru mörg í miklum rekstrarerfiðleikum. Þau njóta minna trausts í alþjóðaviðskiptum og eiga erfitt með eðlileg viðskipti við erlenda aðila. Atvinnulífið er smátt og smátt að einangrast. Aukin skattheimta og fjandsamlegt viðhorf ýmissa vinstri afla til reksturs fyrirtækja gæti dregi lífið úr þeim fyrirtækjum sem enn ganga sæmilega og hægt á stofnun nýrra. Við sölu margra fyrirtækja í eigu fjármálafyrirtækja og ríkisins á eftir að koma í ljós að verðmæti þeirra er minna en gert var ráð fyrir. Forystumenn í stjórnmálum eru ekki að leiða þjóðina inn á rétta braut. Alþingismenn eru lokaðir í eigin hugarheimi Icesave og vanbúnir til að takast á við það verkefni og önnur sem þjóðin hefur falið þeim. Það vakti furðu margra þegar utanríkisráðherra sagði í fjölmiðlum að hann þyrfti ekki að vera töskuberi forseta Íslands á ferðalagi til Indlands. Þetta átti áreiðanlega að vera fyndið og hefði hugsanlega verið það á málfundi í menntaskóla. Það eykur aftur á móti ekki álit útlendinga að heyra svona yfirlýsingar. Líklega hefur staða og virðing Alþingis og stjórnvalda aldrei verið jafn veik í sögu lýðveldisins. Íslendingar búa við alveg einstaklega góðar aðstæður hvað varðar menntun, náttúruauðlindir og almenn lífsgæði. Við eigum ekki að sætta okkur við fjárhagslega, stjórnmálalega og alþjóðlega einangrun næstu árin. En það þarf mikið til að breyta þessu. Við höfum kosið yfir okkur núverandi alþingismenn og ríkisstjórn og ekki var hægt að hrópa „húrra" yfir fyrrverandi ríkisstjórn. Aðalatriðið er þó að láta ekki bugast. Berjumst áfram og breytum þessu. Er ekki kominn tími á nýja byltingu, sem byggir ekki á búsáhöldum og hávaða heldur hugviti og þekkingu, nýjum stjórnarháttum og gömlum góðum gildum? Hinn þögli meirihluti þjóðarinnar er að bíða eftir einhverju, en hvað ætli hann þurfi að bíða lengi? Þjóðin má ekki gefast upp og greiða atkvæði sitt með því að „ganga" úr landi og finna sér annan vettvang erlendis. En það er veruleg hætta á atgervisflótta ef þjóðinni verður áfram boðin naglasúpa úr pottum búsáhaldabyltingarinnar? Íslenska þjóðin á betra skilið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun
Það er áhyggjuefni að Ísland er að einangrast frá alþjóðasamfélaginu og ímynd þjóðarinnar hefur veikst á alþjóðavettvangi. Það ríkir eðlilega reiði í garð ýmissa einstaklinga og hálfgert upplausnarástand í efnahags- og stjórnmálum. Á sama tíma eigum við afburðafólk á fjölmörgum sviðum svo sem í íþróttum og menningu, vísindum og margvíslegum atvinnurekstri. Við mættum vekja meiri athygli á því. Fjölmiðlar eru að veikjast bæði fjárhagslega og faglega og starfsfólki fækkar. Þeir taka oft illa grundaða afstöðu með og á móti ákveðnum málefnum. Nýlega tengdi RÚV núverandi og fyrrverandi þingmenn, við óeðlileg fasteignaviðskipti. Fréttin átti ekki við rök að styðjast og baðst fréttastofan afsökunar. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn gagnrýndi í útvarpsþætti um helgina hlut fjölmiðla í mótmælunum á Austurvelli. Fjölmiðar eru í efnahagslegri og eignarhaldslegri kreppu, lokaðir af í eigin þjóðfélagsumræðu og það þarf orðið að fylgjast með erlendum fjölmiðlum til að fá góðar upplýsinga um það sem er að gerast á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki eru mörg í miklum rekstrarerfiðleikum. Þau njóta minna trausts í alþjóðaviðskiptum og eiga erfitt með eðlileg viðskipti við erlenda aðila. Atvinnulífið er smátt og smátt að einangrast. Aukin skattheimta og fjandsamlegt viðhorf ýmissa vinstri afla til reksturs fyrirtækja gæti dregi lífið úr þeim fyrirtækjum sem enn ganga sæmilega og hægt á stofnun nýrra. Við sölu margra fyrirtækja í eigu fjármálafyrirtækja og ríkisins á eftir að koma í ljós að verðmæti þeirra er minna en gert var ráð fyrir. Forystumenn í stjórnmálum eru ekki að leiða þjóðina inn á rétta braut. Alþingismenn eru lokaðir í eigin hugarheimi Icesave og vanbúnir til að takast á við það verkefni og önnur sem þjóðin hefur falið þeim. Það vakti furðu margra þegar utanríkisráðherra sagði í fjölmiðlum að hann þyrfti ekki að vera töskuberi forseta Íslands á ferðalagi til Indlands. Þetta átti áreiðanlega að vera fyndið og hefði hugsanlega verið það á málfundi í menntaskóla. Það eykur aftur á móti ekki álit útlendinga að heyra svona yfirlýsingar. Líklega hefur staða og virðing Alþingis og stjórnvalda aldrei verið jafn veik í sögu lýðveldisins. Íslendingar búa við alveg einstaklega góðar aðstæður hvað varðar menntun, náttúruauðlindir og almenn lífsgæði. Við eigum ekki að sætta okkur við fjárhagslega, stjórnmálalega og alþjóðlega einangrun næstu árin. En það þarf mikið til að breyta þessu. Við höfum kosið yfir okkur núverandi alþingismenn og ríkisstjórn og ekki var hægt að hrópa „húrra" yfir fyrrverandi ríkisstjórn. Aðalatriðið er þó að láta ekki bugast. Berjumst áfram og breytum þessu. Er ekki kominn tími á nýja byltingu, sem byggir ekki á búsáhöldum og hávaða heldur hugviti og þekkingu, nýjum stjórnarháttum og gömlum góðum gildum? Hinn þögli meirihluti þjóðarinnar er að bíða eftir einhverju, en hvað ætli hann þurfi að bíða lengi? Þjóðin má ekki gefast upp og greiða atkvæði sitt með því að „ganga" úr landi og finna sér annan vettvang erlendis. En það er veruleg hætta á atgervisflótta ef þjóðinni verður áfram boðin naglasúpa úr pottum búsáhaldabyltingarinnar? Íslenska þjóðin á betra skilið!