Lífið

Glæpir vinsælir

Ferdinand von Schirach. Bókin Glæpir hefur selst í yfir tvö hundruð þúsund eintökum.
Ferdinand von Schirach. Bókin Glæpir hefur selst í yfir tvö hundruð þúsund eintökum.

Bókin Glæpir eftir þýska lögfræðinginn Ferdinand von Schirach hefur slegið í gegn að undanförnu. Hún hefur selst í bráðum tvö hundruð þúsund eintökum og útgáfurétturinn hefur verið seldur til yfir þrjátíu landa. Stutt er síðan hún kom út hér á landi hjá bókaklúbbnum Neon.

Í bókinni segir Schirach ótrúlegar en sannar sögur af afbrotum, sérkennilegum refsingum og skrýtnum örlögum fólks sem hann hefur kynnst í starfi sínu. Fyrir skömmu kom út ný bók eftir hann, Sekt, sem hefur þegar selst í yfir hundrað þúsund eintökum og fór beint í annað sæti þýska metsölulistans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.