The Dark Knight Rises sú síðasta 2. desember 2010 08:45 Sú Síðasta The Dark Knight Rises verður síðasta Batman-myndin sem Chris Nolan leikstýrir um höfuðóvin glæpamanna í Gotham-borg. Christian Bale lýsti því yfir fyrir nokkru að hann hygðist leggja skikkju Batman á hilluna eftir næstu mynd. Og nú hefur leikstjóri myndanna tekið af öll tvímæli; The Dark Knight Rises verður sú síðasta sem hann leikstýrir. Nolan lyfti grettistaki af Leðurblökumanninum eftir að George Clooney hafði nánast gengið af honum dauðum. Nú er ljóst að Nolan hyggst gera sívinsælan þríleik og leikstjórinn hlakkar mikið til ef marka má viðtal við hann í Entertainment Weekly. „Ég er mjög ánægður með að gera aðra Batman-mynd, það hefði verið erfitt að setjast niður og skrifa eitthvað nýtt eftir Inception,“ útskýrir Nolan, en Inception er spáð mikilli velgengni á komandi Óskarsverðlaunahátíð. „Það verður mjög gott að skrifa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og umhverfi Batman-heimsins.“ Nolan viðurkennir einnig að hann sé ákaflega ánægður með að vera að ljúka við síðasta kaflann í sögunni um auðjöfurinn Bruce Wayne, sem berst gegn þrjótum Gotham-borgar í líki Leðurblökumannsins. „Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað kvikmyndaverinu finnst, við getum bara gert þennan lokakafla nákvæmlega eins og við viljum.“ Nolan útilokaði ekki að notfæra sér ónotaðar upptökur með Heath Ledger í hlutverki Jókersins en slíkt yrði ekki gert án samþykkis frá fjölskyldu leikarans. Hann bætti einnig við að Gátumeistarinn verði ekki næsti aðalþrjótur. „Við notfærum okkur þær persónur sem eru til fyrir og svo verða einhverjar nýjar kynntar til leiks.“ Lífið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Christian Bale lýsti því yfir fyrir nokkru að hann hygðist leggja skikkju Batman á hilluna eftir næstu mynd. Og nú hefur leikstjóri myndanna tekið af öll tvímæli; The Dark Knight Rises verður sú síðasta sem hann leikstýrir. Nolan lyfti grettistaki af Leðurblökumanninum eftir að George Clooney hafði nánast gengið af honum dauðum. Nú er ljóst að Nolan hyggst gera sívinsælan þríleik og leikstjórinn hlakkar mikið til ef marka má viðtal við hann í Entertainment Weekly. „Ég er mjög ánægður með að gera aðra Batman-mynd, það hefði verið erfitt að setjast niður og skrifa eitthvað nýtt eftir Inception,“ útskýrir Nolan, en Inception er spáð mikilli velgengni á komandi Óskarsverðlaunahátíð. „Það verður mjög gott að skrifa eftir fyrirfram ákveðnum reglum og umhverfi Batman-heimsins.“ Nolan viðurkennir einnig að hann sé ákaflega ánægður með að vera að ljúka við síðasta kaflann í sögunni um auðjöfurinn Bruce Wayne, sem berst gegn þrjótum Gotham-borgar í líki Leðurblökumannsins. „Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað kvikmyndaverinu finnst, við getum bara gert þennan lokakafla nákvæmlega eins og við viljum.“ Nolan útilokaði ekki að notfæra sér ónotaðar upptökur með Heath Ledger í hlutverki Jókersins en slíkt yrði ekki gert án samþykkis frá fjölskyldu leikarans. Hann bætti einnig við að Gátumeistarinn verði ekki næsti aðalþrjótur. „Við notfærum okkur þær persónur sem eru til fyrir og svo verða einhverjar nýjar kynntar til leiks.“
Lífið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira