Lífið

Nicolas Cage hættir við Trespass á síðustu stundu

Einungis tveim vikum fyrir tökur hættir leikarinn við verkefni og skilur alla eftir í súpunni.
Einungis tveim vikum fyrir tökur hættir leikarinn við verkefni og skilur alla eftir í súpunni.
Hollywood stjarnan Nicolas Cage hefur skyndilega dregið sig út úr nýju mynd Joels Schumacher, Trespass, og það einungis tveim vikum áður en upptökur áttu að hefjast.

Stjarnan hafði gert mjög róttækar breytingar á framleiðslu myndarinnar þegar hann bað um nýtt hlutverk. Upprunalega átti hann að fara með hlutverk eiginmanns Nicole Kidman en bað um að því yrði breytt í hlutverk foringja mannræningjahóps.

Nú þegar hann hefur hætt við verkefnið þurfa framleiðendur að finna nýja stjörnu í stað Cage og það á innan við tveimur vikum. Ef þeir finna ekki neinn sem hentar vel lítur allt úr fyrir að hætt verði við myndina.

Leikarinn á að hafa yfirgefið leikara og framleiðendur til þess að fara í frí til Bahama-eyja. Þetta lítur einstaklega illa út fyrir Nicolas Cage sérstaklega í ljósi þess að leikarinn skuldar einn og hálfan milljarð í skatt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.