Lífið

Fyrsta æfing Heru í Osló | Myndband

Tinni Sveinsson skrifar
Hera lýsir atriðinu með orðunum less is more. „Ég ætla ekki að vera með neitt eróbikk eða uppákomur."
Hera lýsir atriðinu með orðunum less is more. „Ég ætla ekki að vera með neitt eróbikk eða uppákomur." Mynd/Giel Domen (EBU)

Hera Björk og félagar stigu rétt í þessu á sviðið í Osló og æfðu þar Je Ne Sais Quois í fyrsta skipti. Hópurinn hélt utan um helgina og rétt náði í gegnum öskuskýið áður en lokað var fyrir flugumferð í dag.

Á æfingunni sést að Hera er komin í nýjan rauðan kjól svipuðum þeim sem hún klæddist í undankeppninni hér heima og í myndbandinu við lagið. Rautt virðist vera þemalitur atriðisins því stelpurnar í bakröddunum klæðast einnig rauðum kjólum.

Þó að myndbandið af æfingunni sé í frekar slöppum gæðum sést hversu tilkomumikið svið Norðmannanna er. Ljósasjóvið með íslenska laginu er í diskóstíl og vindvélin tekur við sér undir lok lagsins.

Hera keppir á þriðjudag í næstu viku, eftir átta daga. Í viðtali við heimasíðuna Esctoday segir hún stíft prógramm þangað til. Hópurinn syngur á nokkrum stöðum auk þess að þau ætla sér að vera dugleg að heimsækja vini og vandamenn í Noregi. Planið er að komast sem oftast í matarboð þar sem allt sé svo dýrt í Noregi.

Hera lýsir atriðinu með orðunum „less is more" í viðtalinu. Hún segist örugg á sviðinu og að aðalmarkmið hópsins sé að gleðja fólk og halda í upprunalega hugmynd lagsins. „Ég ætla ekki að vera með neitt eróbikk eða uppákomur," segir Hera.

Hér er myndband af fyrstu æfingu íslenska hópsins.

Hér er nýtt viðtal við Heru frá Osló.









Hópurinn er hress og ætlar sér alla leið í úrslitin. Mynd/Giel Domen (EBU)
Mynd/Giel Domen (EBU)
Mynd/Giel Domen (EBU)
Mynd/Giel Domen (EBU)
Mynd/Giel Domen (EBU)
Mynd/Giel Domen (EBU)
Mynd/Giel Domen (EBU)
Mynd/Giel Domen (EBU)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.