Körfubolti

KR-ingar ósáttir við Stjörnumenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR.
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. Mynd/Vilhelm

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki par sáttur við kollega sína hjá Stjörnunni. Þeir kærðu KR-inginn Tommy Johnson eftir leik liðanna á dögunum og sú kæra varð þess valdandi að Tommy fór í eins leiks bann.

Böðvar skrifar grein á heimasíðu KR þar sem hann segir að nú sé búið að gefa fordæmi fyrir því að kærum muni rigna yfir hreyfinguna í úrslitakeppninni.

Hann fordæmir í greininni hegðun stjórnarmanna Stjörnunnar gagnvart dómurum eftir leikinn og tiltekur dæmi sem hefðu getað kallað á kæru.

Hann sakar síðan þrjá leikmenn Stjörnunnar um leikræna tilburði og kallar heimavöll Stjörnunnar að lokum leikhúsið í Ásgarði.

Þessa áhugaverðu grein Böðvars má lesa í heild sinni hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×