Körfubolti

ÍR með betra sigurhlutfall í DHL-höllinni heldur en KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hreggviður Magnússon og Fannar Ólafsson munu berjast undir körfunum í kvöld.
Hreggviður Magnússon og Fannar Ólafsson munu berjast undir körfunum í kvöld. Mynd/Anton

KR og ÍR mætast í kvöld í DHL-höllinni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Þetta er í fyrsta sinn sem félögin mætast í úrslitakeppni síðan að ÍR sló KR óvænt út úr átta liða úrslitunum 2008 en þá líka og nú var KR-liðið ríkjandi Íslandsmeistarar. KR hefur unnið öll önnur einvígi sín í úrslitakeppni frá og með árinu 2007.

KR og ÍR hafa alls mæst tvisvar sinnum í úrslitakeppni og í bæði skiptin í átta liða úrslitum. KR vann 2-1 árið 2007 og ÍR hefndi með 2-1 sigri árið eftir. Bæði árin vann ÍR fyrsta leikinn í DHL-höllinni og alls hafa Breiðhyltingar unnið 3 af 4 leikjum sínum í úrslitakeppni í Frostaskjólinu.

ÍR er þannig með 75 prósent sigurhlutfall í DHL-höllinni í úrslitakeppni sem er mun betra sigurhlutfall en heimamenn sem hafa unnið 20 af 33 heimaleikjum sínum í úrslitakeppni síðan að þeir fóru að leika í nýju íþróttahúsi vorið 2000. Sigurhlutfall KR-inga er því 61 prósent eða fjórtán prósentum lakara en hjá ÍR-ingum.

Leikir KR og ÍR í DHL-höllinni í úrslitakeppni:

8 liða úrslit 2007

1. leikur: KR-ÍR 65-73

Oddaleikur: KR-ÍR 91-78

8 liða úrslit 2008

1. leikur: KR-ÍR 76-85

Oddaleikur: KR-ÍR 74-93

Árangur KR á heimavelli í úrslitakeppni í DHL-höllinni:



2009: 5 sigrar, 1 tap

2008: 2 töp

2007: 5 sigrar, 2 töp

2006: 2 sigrar, 2 töp

2005: 1 tap

2004: 1 tap

2003: 1 tap

2002: 2 sigrar, 2 töp

2001: 1 sigur, 1 tap

2000: 5 sigrar

Samtals: 20 sigrar, 13 töp








Fleiri fréttir

Sjá meira


×