Daybreakers: ein stjarna 25. mars 2010 00:01 Willem Dafoe og Sam Neill eru fínir í hlutverkum sínum en ekki trygging fyrir góðri mynd. Bitlausar blóðsugurKvikmyndir *Daybreakers Leikstjórar: Michael Spierig og Peter Spierig Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Sam Neill, Willem DafoeVampírur eru ódrepandi. Þær hafa lifað góðu lífi í þjóðsögum í gegnum aldirnar og hafa haldið vinsældum sínum í poppkúltúrnum frá því Bram Stoker kynnti Dracula til leiks árið 1897. Blóðugurnar eru á enn einu blómaskeiðinu þessi misserin með gríðarlegum vinsældum Twilight-bókanna og bíómyndum gerðum eftir þeim og bókunum um Sookie Stackhouse og sjónvarpsþáttunum True Blood sem byggja á þeim bókum.Í Daybreakers hafa vampírurnar lagt heiminn undir sig en þessi mynd er þó blóðsugum að öðru leyti til lítils sóma. Tíu árum eftir að vampírisminn varð að heimsfaraldri standa blóðsugurnar frammi fyrir næringarskorti. Þær eru nánast búnar að drekka úr öllu fólki á jörðinni og þær fáu manneskjur sem eftir eru eru eltar uppi og blóðinu tappað af þeim í einhvers konar mjólkurbúi sem rekið er af vondri vampíru sem Sam Neill leikur.Ethan Hawke er hins vegar góð blóðsuga sem er ósátt við eðli sitt og starfar hjá Neill við að búa til gerviblóð til þess að leysa hungursneyðina. Hawke kemst svo óvænt í kynni við lítinn andspyrnuhóp sem telur sig hafa fundið lækningu við vampírismanum. Willem Dafoe fer fyrir þessu liði og hann er ekki lengi að fá vampíruna til liðs við sig en Sam Neill og félagar ætla aldeilis ekki að leyfa þeim að lækna vampírismann enda er sala og dreifing blóðs góður bisness.Grunnhugmyndin að myndinni er ekki algalin en úrvinnslan er frekar dapurleg. Vampírurnar eru hér sviptar öllum þeim sjarma sem einkennir fyrirbærið, aðallega vegna þess að það fer vampírum ákaflega illa að vera í meirihluta. Þær eiga að vera svolítið einar og einmana í myrkrinu. Það er svo rómó.Myndin er líka ansi lengi í gang og er eiginlega hvorki spennu- né hryllingsmynd og maður þarf eiginlega að berjast við svefninn fram að hléi. Maðurinn sem sat fyrir aftan mig tapaði þeirri baráttu og hraut hátt. Willem Dafoe og Sam Neill eru fínir í hlutverkum sínum að vanda enda toppmenn. Þeir eru hins vegar aldrei trygging fyrir gæðum bíómynda þar sem þeir hafa löngum verið ófeimnir við að taka að sér hlutverk í alls konar rusli. Ethan Hawke er svo jafn blæbrigðalaus og flatur og venjulega þannig að þessi blóðlitla vampírumynd á aldrei sjéns.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Máttlaus blóðsugumynd sem nær hvorki upp almennilegri spennu né hrolli en tekst ágætlega að svipta vampírurnar öllum sínum sjarma sem hefur tryggt þeim endalausar vinsældir í bíó og bókum. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bitlausar blóðsugurKvikmyndir *Daybreakers Leikstjórar: Michael Spierig og Peter Spierig Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Sam Neill, Willem DafoeVampírur eru ódrepandi. Þær hafa lifað góðu lífi í þjóðsögum í gegnum aldirnar og hafa haldið vinsældum sínum í poppkúltúrnum frá því Bram Stoker kynnti Dracula til leiks árið 1897. Blóðugurnar eru á enn einu blómaskeiðinu þessi misserin með gríðarlegum vinsældum Twilight-bókanna og bíómyndum gerðum eftir þeim og bókunum um Sookie Stackhouse og sjónvarpsþáttunum True Blood sem byggja á þeim bókum.Í Daybreakers hafa vampírurnar lagt heiminn undir sig en þessi mynd er þó blóðsugum að öðru leyti til lítils sóma. Tíu árum eftir að vampírisminn varð að heimsfaraldri standa blóðsugurnar frammi fyrir næringarskorti. Þær eru nánast búnar að drekka úr öllu fólki á jörðinni og þær fáu manneskjur sem eftir eru eru eltar uppi og blóðinu tappað af þeim í einhvers konar mjólkurbúi sem rekið er af vondri vampíru sem Sam Neill leikur.Ethan Hawke er hins vegar góð blóðsuga sem er ósátt við eðli sitt og starfar hjá Neill við að búa til gerviblóð til þess að leysa hungursneyðina. Hawke kemst svo óvænt í kynni við lítinn andspyrnuhóp sem telur sig hafa fundið lækningu við vampírismanum. Willem Dafoe fer fyrir þessu liði og hann er ekki lengi að fá vampíruna til liðs við sig en Sam Neill og félagar ætla aldeilis ekki að leyfa þeim að lækna vampírismann enda er sala og dreifing blóðs góður bisness.Grunnhugmyndin að myndinni er ekki algalin en úrvinnslan er frekar dapurleg. Vampírurnar eru hér sviptar öllum þeim sjarma sem einkennir fyrirbærið, aðallega vegna þess að það fer vampírum ákaflega illa að vera í meirihluta. Þær eiga að vera svolítið einar og einmana í myrkrinu. Það er svo rómó.Myndin er líka ansi lengi í gang og er eiginlega hvorki spennu- né hryllingsmynd og maður þarf eiginlega að berjast við svefninn fram að hléi. Maðurinn sem sat fyrir aftan mig tapaði þeirri baráttu og hraut hátt. Willem Dafoe og Sam Neill eru fínir í hlutverkum sínum að vanda enda toppmenn. Þeir eru hins vegar aldrei trygging fyrir gæðum bíómynda þar sem þeir hafa löngum verið ófeimnir við að taka að sér hlutverk í alls konar rusli. Ethan Hawke er svo jafn blæbrigðalaus og flatur og venjulega þannig að þessi blóðlitla vampírumynd á aldrei sjéns.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Máttlaus blóðsugumynd sem nær hvorki upp almennilegri spennu né hrolli en tekst ágætlega að svipta vampírurnar öllum sínum sjarma sem hefur tryggt þeim endalausar vinsældir í bíó og bókum.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira