Körfubolti

Stjörnumenn að missa sterkan liðsmann - Magnús hættur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Helgason.
Magnús Helgason.
Magnús Helgason hefur ákveðið að leggja körfuboltaskóna sína á hilluna og verður því ekki með Stjörnunni í Iceland Express deild karla í vetur. Þetta kom fram á karfan.is.

Magnús er mikill liðsmaður og enn allra besti varnarmaður Stjörnuliðsins á síðasta tímabili þar sem hann var með 8,1 stig og 4,8 fráköst í deildinni. Það er ljóst að Stjörnuliðið mun sakna Magnúsar en koma Marvins Valdimarssinar frá Hamar í sumar ætti að hjálpa til við að fylla í skarðið.

„Það sem ég tek mér fyrir hendur vil ég gera eins vel og ég get, hvort sem það er fjölskyldan, vinnan, körfuboltinn eða eitthvað annað. Ég er ekki að sjá fyrir mér að geta sinnt þessu öllu eins vel og ég get, þannig að það er karfan sem situr á hakanum," sagði Magnús í viðtali á karfan.is sem má finna allt hér.

Magnús lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild með Þór 1997-98 þar sem hann hefur spilað lengst en hann hefur einnig leikið tvö tímabil með KR og svo tvö tímabil með Stjörnunni með átta ára millibili en það fyrra var veturinn 2001-02.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×