Hvergi fleiri matreiðslumeistarar á einum veitingastað 3. febrúar 2010 16:51 Halldór Karl Valsson, Eiríkur Gísli Johansson og Trausti Már Grétarsson matreiðslumeistarar. Ekkert veitingastaðaeldhús státar af jafnmörgum matreiðslumeisturum og á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði, eftir því sem blaðamaður kemst næst. Frá áramótum hafa þrír matreiðslumeistarar starfað þar. „Þetta er eini staðurinn þar sem eru svona margir matreiðslumeistarar eru, en alls staðar þar sem nemar eru er minnst einn matreiðslumeistari,“ segir Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari. Ásamt honum luku þeir Eiríkur Gísli Johansson og Trausti Már Grétarsson tveggja ára matreiðslumeistaranámi um síðustu áramót. „Það er mjög sjaldgæft að það séu svona margir matreiðslumeistarar á sama stað. Það er nefnilega vöntun á matreiðslumeisturum,“ segir Halldór og bætir við að þörf sé á nemum Við Pollinn. „Ég held einnig að miðað við höfðatölu séu flestir matreiðslumeistarar á Ísafirði en svona fljótt talið þá erum við sex eða sjö sem búum hér.“ Næsta stóra verkefni hjá hinum nýbökuðu matreiðslumeisturum er hátíðin Fóður og fjör sem haldin verður Við Pollinn í þriðja sinn dagana 18.-20. febrúar. „Við reynum að vinna sem mest úr vestfirsku hráefni og Blúsband Ísafjarðar mun spila að borðhaldi loknu. Það er því von á flottri veislu,“ segir Halldór. Á undanförnum árum hefur matarhátíðin Food & fun í Reykjavík áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu en síðan hafa veitingastaðir úti á landi slegist í för með höfuðborgarbúum. Halldór telur þó líklegt að hátíðin á Við Pollinn verði nú haldin án samstarfs við aðra staði. „Hátíðin hefur heppnast mjög vel hjá okkur og við vildum halda áfram með það. Svo við ákváðum að kýla á það.“ thelma@bb.is Food and Fun Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Food and Fun Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent