Sport

Bolt keppir ekki meira í ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gay hleypur hér í mark á undan Bolt.
Gay hleypur hér í mark á undan Bolt.

Spretthlauparinn Usain Bolt mun ekki keppa meira á þessu ári vegna meiðsla. Hann segist vera stífur í bakinu.

"Ég mun missa af tveim helstu mótum ársins en það er betra fyrir mig að taka ekki frekari áhættur í ár," segir Bolt.

"2011 og 2012 eru mikilvæg ár fyrir mig og þá ætla ég mér að hafa náð fullri heilsu."

Þessar fréttir koma eftir að Bolt tapaði sínu fyrsta hlaupi í tvö ár. Þá hljóp Tyson Gay fljótar en hann á móti í Stokkhólmi.

Bolt á heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupum. Hann hefur hlaupið 100 metra á 9,58 sekúndum og 200 metra á 19,19 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×