Leikur Afann í sínum fyrsta einleik á ferlinum 5. ágúst 2010 06:00 Sigurður fer með aðalhlutverkið í einleiknum Afinn sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í janúar.fréttablaðið/arnþór Sigurður Sigurjónsson leikur í einleiknum Afinn sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu um miðjan janúar. Leikstjóri verður Bjarni Haukur Þórsson, sem lék einmitt undir stjórn Sigurðar í hinum vinsæla einleik Pabbinn fyrir þremur árum og í Hellisbúanum. „Ég held að hugmyndin hafi orðið til þegar við vorum að vinna Pabbann,“ segir Sigurður. „Ég var staddur þar í lífinu að ég var orðinn afi og hann var til þess að gera nýorðinn pabbi. Þá varð hugmyndin til og ekki hjá því komist að hann skrifaði þetta. Við gátum borið saman bækur okkar allhressilega.“ Þetta verður fyrsta sinn á löngum og farsælum ferli sem Sigurður kemur fram í einleik. „Ætli þetta sé ekki gott á mig því ég er svo mikið búinn að leikstýra öðrum í einleikjum. Það hlaut að koma röðin að mér. Efnið er líka þannig að ég hlakka til að takast á við það. Það stendur mér nærri,“ segir Sigurður, sem á þrjú afabörn. Hann bætir við að Afinn fjalli ekki bara um að vera afi heldur einnig hvernig það er að vera maður á miðjum aldri með öllu sem því fylgir. Um þrjátíu þúsund Íslendingar sáu Pabbann á sínum tíma, þar sem Bjarni Haukur fjallaði á gamansaman hátt um föðurhlutverkið í nútímasamfélagi. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í Iðnó í langan tíma, var sýnd úti á landi og svo aftur í Reykjavík í Íslensku óperunni. Pabbinn var í framhaldinu seldur til Norðurlandanna, þar sem tólf mismunandi sýningar eru í gangi um þessar mundir, auk þess sem DVD-diskur var gefinn út. Með Afanum vill Bjarni Haukur fylgja eftir vinsældum Pabbans. Hann samdi einleikinn alfarið með Sigurð Sigurjónsson í huga, enda hafa þeir átt gott samstarf á undanförnum árum. „Óumflýjanlegt framhald Pabbans er Afinn, sama hvernig á það er litið,“ segir Bjarni Haukur. „Pabbinn gekk vel. Rúmlega þrjátíu þúsund sáu hann, þannig að þetta er rökrétt framhald. Magnús Geir og félagar hjá Borgarleikhúsinu tóku því fagnandi að starfa með okkur og það er náttúrulega alveg frábært. Það er líka engum blöðum um það að fletta að Sigurður Sigurjónsson er einn ástsælasti leikari íslensku þjóðarinnar og gaman að hann verði loksins einn í svona sýningu.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Sigurður Sigurjónsson leikur í einleiknum Afinn sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu um miðjan janúar. Leikstjóri verður Bjarni Haukur Þórsson, sem lék einmitt undir stjórn Sigurðar í hinum vinsæla einleik Pabbinn fyrir þremur árum og í Hellisbúanum. „Ég held að hugmyndin hafi orðið til þegar við vorum að vinna Pabbann,“ segir Sigurður. „Ég var staddur þar í lífinu að ég var orðinn afi og hann var til þess að gera nýorðinn pabbi. Þá varð hugmyndin til og ekki hjá því komist að hann skrifaði þetta. Við gátum borið saman bækur okkar allhressilega.“ Þetta verður fyrsta sinn á löngum og farsælum ferli sem Sigurður kemur fram í einleik. „Ætli þetta sé ekki gott á mig því ég er svo mikið búinn að leikstýra öðrum í einleikjum. Það hlaut að koma röðin að mér. Efnið er líka þannig að ég hlakka til að takast á við það. Það stendur mér nærri,“ segir Sigurður, sem á þrjú afabörn. Hann bætir við að Afinn fjalli ekki bara um að vera afi heldur einnig hvernig það er að vera maður á miðjum aldri með öllu sem því fylgir. Um þrjátíu þúsund Íslendingar sáu Pabbann á sínum tíma, þar sem Bjarni Haukur fjallaði á gamansaman hátt um föðurhlutverkið í nútímasamfélagi. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í Iðnó í langan tíma, var sýnd úti á landi og svo aftur í Reykjavík í Íslensku óperunni. Pabbinn var í framhaldinu seldur til Norðurlandanna, þar sem tólf mismunandi sýningar eru í gangi um þessar mundir, auk þess sem DVD-diskur var gefinn út. Með Afanum vill Bjarni Haukur fylgja eftir vinsældum Pabbans. Hann samdi einleikinn alfarið með Sigurð Sigurjónsson í huga, enda hafa þeir átt gott samstarf á undanförnum árum. „Óumflýjanlegt framhald Pabbans er Afinn, sama hvernig á það er litið,“ segir Bjarni Haukur. „Pabbinn gekk vel. Rúmlega þrjátíu þúsund sáu hann, þannig að þetta er rökrétt framhald. Magnús Geir og félagar hjá Borgarleikhúsinu tóku því fagnandi að starfa með okkur og það er náttúrulega alveg frábært. Það er líka engum blöðum um það að fletta að Sigurður Sigurjónsson er einn ástsælasti leikari íslensku þjóðarinnar og gaman að hann verði loksins einn í svona sýningu.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“